Thursday, September 27, 2007

Þróttur - Reynir Sandgerði - fös!

Sælir strákar.

Bara til að ítreka með leikinn á morgun, föstudag - þetta er massa mikilvægur leikur og allir sem teljast stuðningsmenn Þróttar láta auðvitað sjá sig - og klárlega allir sem æfa með Þrótti.

- Þróttur - Reynir Sandgerði - Sparisjóðsvöllurinn í Sandgerði - kl.17.15.

Skil að sjálfsögðu ef einhver kemst ekki - en núna á morgun strákar - koma allir sem geta. Það er ókeypis í rútur - þannig að við klæðum okkur bara vel - og eigum netta skemmtun saman - og klárum þetta stig sem við þurfum til að fara upp í úrvalsdeildina.

Treysti á ykkur - veit um 4 sem eru klárir í rútuna - látið mig (869 8228) vita eða Ása framkvæmdarstjóra (661 1758) hvort þið ætlið með í rútuna. Veit líka um nokkra sem fara á einkabílum. Hér fyrir neðan eru sjálf auglýsingin!

Ok sör. Ingvi og co.

- - - - - - - - - - -

Það er Orkan sem bíður öllum Þrótturum sem hafa áhuga uppá fría rútuferð fram og til baka til Sandgerðis á föstudag.

Leikurinn, Reynir-Þróttur í 1.deild karla hefst kl 17.15 og lagt verður af stað stundvíslega kl 16.00 frá Þrótti. Komið er til baka í Þrótt kl ca 20.00. Það er frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri.

Þetta er leikur ársins allt eða ekkert, við þurfum eitt stig til að tryggja okkur upp um deild og það skal takast. Við hvetjum alla Þróttara að safna nú liði og mæta rauðir og hvítir til Sandgerðis, þeir sem vilja fá far með rútunni hafi samband við Láru í síma 580-5900(husverdir@trottur.is) eða Ása í síma 5805907(asiv@trottur.is) sem fyrst. Eða hafa samband við sinn aðalþjálfara.

Koma svo lifi Þróttur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home