Takk fyrir tímabilið!
Alrighty.
Hérna kemur restin:
Takk kærlega strákar fyrir tímabilið sem er að líða. Þetta er búið að vera súper ár. Fyrsta skiptið sem að við erum með ´94 klíkuna og annað árið okkar með ´93 töffarana.
Við erum búnir að vera með margar æfingar og marga leiki en mætingar meðaltalið hefði samt mátt vera aðeins betra. 61% mætingarsókn var að meðaltali - ef þetta væri 20% hærra þarf ekki að spyrja hvort við værum ekki með fleiri sigra yfir tímabilið. Þetta bæta þeir sem þurfa á nýju tímabili. Og ég hvet ykkur enn til að meila á mig ef þið viljið fá ykkar tölur.
Svo er það bara næsta ár! ´94 árgangurinn kominn á eldra ár og tekur vel á móti nýju leikmönnunum sem eru að koma í fyrsta skipti upp á stóran völl. Sami árgangur þarf að endurheimta nokkra menn úr meiðslum og draga handboltaguttana á æfingar (lítið mál að vera í tveimur íþróttum). Annars bara að halda hópinn vel og standa sig áfram. Hansi bíður spenntur eftir að hitta ykkur aftur.
Svo er það bara næsta ár! ´94 árgangurinn kominn á eldra ár og tekur vel á móti nýju leikmönnunum sem eru að koma í fyrsta skipti upp á stóran völl. Sami árgangur þarf að endurheimta nokkra menn úr meiðslum og draga handboltaguttana á æfingar (lítið mál að vera í tveimur íþróttum). Annars bara að halda hópinn vel og standa sig áfram. Hansi bíður spenntur eftir að hitta ykkur aftur.
´93 guttarnir skella sér upp um flokk og eru þá komnir á yngra ár í 3.flokki. Hitta þar fyrir félagana síðan í fyrra - 10.bekkinga spaðana. Leiktíminn orðinn 40 mín og soddann. Aðeins meiri power komið í boltann, sem er bara nett. Sama gildir hér - þetta er afar fjölmennur og samheldin hópur sem á eftir að gera fína hluti næsta ár. Undirritaður kemur að öllum líkindum að þjálfun flokksins ásamt öðrum þjálfara.
En að lokum vonum við innilega að þið hafið haft það gott í ár og að þið hafið bætt ykkur í fótbolta. Ég þakka Agli og Kidda sérstaklega fyrir alla hjálpina í ár og síðustu ár. Egill hugsanlega að hætta (nema ég dobbli ekvað áfram) og Kiddi verður hugsanlega að aðstoða yngri leikmenn í vetur (en dæmir að sjálfsögðu áfram hjá okkur :-)
Takk aftur.
kveðja,
kveðja,
0 Comments:
Post a Comment
<< Home