Yngra árs ferð - sun!
Jójó.
Soldið seinn!
En það er komið fast plan fyrir yngra árs ferðina á morgun, sunnudaginn (16.sept).
Við tökum smá óvissukaffi á “etta” - en planið verður nokkurn veginn svona:
kl.12.30 - Mæting niður í Þrótt (kalt kók + stökkt prins á línunna).
kl.13.00 - Fyrsta skemmtun (allir að koma með einhvern fatnað í tengslum við víkinga!!).
kl.14.30 - Önnur skemmtun (koma með eða vera í fótboltadóti, og með gervigrasskó og stígvél).
kl.16.00 - Þriðja skemmtun (allir að koma með ljótustu sundskýluna sem þig eigið).
kl.17.30 - Fjórða skemmtun (allir að vera svangir).
Kl.18.00 – Fimmta skemmtun (vera búnir að horfa á marga sjónvarpsþætti og margar bíómyndir).
kl.18.30 – Komið heim í Þrótt.
Tímasetningar gætu breyst aðeins – eins gætu bæst við “skemmti-liðir”! Þetta verður bara gaman - og okey, ekki mesta óvissa í heimi en sleppur. Þetta mun kosta 2.500 kall á kjaft.
Það sem þarf að taka með sér er:
- Sund dót (helst ljótt).
- Auka föt til skiptanna (helst töff).
- Stígvél.
- Góða skapið.
Heyrið í mér ef það er eitthvað.
Sjáumst hressir,
Ingvi - Egill og Kiddi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home