Tuesday, September 11, 2007

Haustferð yngra árs!

Jamm.

Við höfum ákveðið að negla smá "óvissulokahaustferðarstemmara" hjá yngra árinu núna á sunnudaginn kemur (16.sept). Erum svo að líta á helgina eftir það fyrir eldra árið (samt handboltadót sömu helgi - erum að athuga etta).

En við verðum að fá að vita sem fyrst hverjir eru klárir á sunnudaginn. Ingvi, Egill og Kiddi eru alla veganna búnir að skrá sig :-)

Gróft plan lítur svona út:

- Tími: Frá kl.12.30 næsta sunnudag (svo menn nái messu) til ca.kl.18.00.
- Kostnaður: Í kringum 3-4 "kúlur" (ca.3.500kr).

- Það verður einhver hreyfing (þ.e. óvænt form af knattspyrnu).
- Það verða einhverjar svaðalegar þrautir og soddann (kiddi ekki nógu spes í solleiðis).
- Það verður einhver bleyta (þ.e.a.s. menn að finna ljótustu sundskýluna sína).
- Það verður eitthvað um gúff (fiskihlaðborð kemur sterkt til greina hér).
- Hin langþráða kvikmyndagetraun verður háð milli leikmanna (eldra árið ekki nógu góðir í þessu í fyrra).
- Og ekvað fleira kaffi sem er í undirbúningi (s.s. óvæntur gestur, annar klæðnaður ofl).

Látið mig endilega vita sem fyrst ef þið eruð klárir svo við getum bókað fararskjóta (bíl-rútu-hest-skip). Vona innilega að allir komist. Þetta verður geggjað stuð.

Verðum í bandi,
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home