Monday, August 06, 2007

Fríið búið - þrið!

Jó.

Menn mættir í höfuðborgina! Við reynum að koma okkur aftur í gírinn á morgun, þriðjudag, eftir hádegi (því sumir eru enn að vinna!):

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.15.

Jamm, látum þetta nú berast þannig að allir sem ekki eru enn í fríi láti sjá sig. Svo er aftur æfing á miðvikudag, B liðs leikur v KR á fimmtudag og loks eitthvað félagslegt á föstudag.

Ok sör. Sjáumst hressir á morgun.
Ingvi og co.

p.s. minnið mig á að Orri skuldar sekt eftir að ég var nærri búinn að keyra á eftir að hafa séð félagann aftan á trukk um daginn!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home