Friday, August 10, 2007

Föstudagurinn - staðfest!

Jamms.
Svona er planið, í dag, föstudag:

- Mæting niður í Þrótt kl.13.00.
- Hjólað upp í Bása og nokkrir boltar slegnir (í golfi þ.e.a.s.). Fáum kylfur lánaðar.
- Hjólað á sparkvöll rétt hjá (Ingunnarskóli), nýr kubbaleikur tekinn (ungir v gamlir) og stutt fótboltamót í lokinn.
- Dottið í Árbæjarlaug.
- Gúffað í Nótatúni/bakaríi/sjoppu.
- Rúllað heim, komnir um kl.17.00.

Taka með: 500kr fyrir sundið og golfið + smá gúff-pening, sund dót og hjól/hjálm.

Við lifum alveg af smá rigningu!
Ef þið eigið ekki hjól eða hjálm hafið þið núna 3 tíma að redda ykkur :-)
Ef þið komist ekki reynið þá samt að hreyfa ykkur eitthvað í dag!

Sjáumst eldhressir,
Ingvi (ekki með flugmiða til AK :-( og Kiddi (sem ætlar nú að muna eftir hjálminum).

p.s. færð bara sama hjól lánað og um daginn Silli!
Og bara taka lýsi Daði!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home