Monday, August 13, 2007

Ísl mót v Fjölni - mán!

Jamm.

Það var einn leikur v Fjölni í gær, mánudag. Byrjuðum frekar vel þrátt fyrir að "ströggla" soldið í vörninni. Svo tóku þeir öll völd á vellinum! Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 0 - Fjölnir 6.
Íslandsmótið.


Dags:
Mánudagurinn 13.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.

Staðan í hálfleik:
0 - 3.

Menn leiksins: Viktor og Kristó úti (skástir í dag).

Vallaraðstæður: Völlurinn ekkert spes eftir mikla notkun en veðrið geggjað.
Dómari: Tómas Hrafn og Vilhjálmur úr 3.fl - bara nokkuð nettir.
Áhorfendur: Einn og einn lét sjá sig.

Liðið:

Kristó í markinu - Bjartur og Högni bakverðir - Viktor og Orri miðverðir - Gummi S og Sigurður T á köntunum - Danni Örn og Seamus á miðjunni - Arnþór F og Leó Garðar frammi. Varamenn: Hilmar og Lárus Hörður.

Frammistaða:

Slugs - Tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Lokuðum vel á þeirra sóknarmenn í byrjun - vantaði samt aðeins upp á sendingar á miðsvæðinu - fengum þá alltaf á fullu á okkur eftir að hafa misst boltann klaufalega.
+ Fórum að taka betur á þeim í seinni, fórum í tæklingar og návígi betur.

- Lítið tal á milli manna - ekki nógu góð samvinna.
- Lykilmenn að gera litla hluti.
- Stóðum vitlaust nokkrum sinnum í vörninni - megum ekki mæta mönnunum með opið klofið, verðum að standa ská á mennina.
- 2 klaufalega mörk sem við hefðum geta massað.

Í einni setningu: Alltof stórt tap - þeir með afar sterkann mann frammi sem við hefðum átt að gæta betur saman - litum nokkuð vel út fyrstu mínúturnar - gáfumst soldið upp eftir 4 markið!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home