Tuesday, August 21, 2007

Mið!

Hey hó.

Menn klárir í skólann á morgun! Menn líka klárir í hressa æfingu, tökum vel á því - verður örugglega blautt - og svo er landsleikurinn fyrir áhugasama:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.00.

- Ísland - Kanada - Laugardalsvöllur - kl.18.05.


Best er að kaupa miða á netinu (midi.is) - um 750kr - en menn geta líka örugglega keypt miða á vellinum rétt fyrir leikdag (það verður ekki uppselt - bara dýrara). Við ætlum að reyna að sitja allir í A hólfi í gömlu stúkunni (stóru), og reyna að leggja undir okkur raðir U, V og W - sæti 35 - 45 í hverri röð. Þá ættum við nú að setja allir saman!

Það stefnir svo allt í A liðs leik v Grindavík og B liðs leik v Selfoss á fimmtudaginn. Svo er C liðs leikur v Fylki á föstudaginn. Stutt í leikjafrí þannig að við verður að vera algjörlega klárir í þessa leiki!

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi, Egill og Kiddi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home