Friday, August 31, 2007

Þróttur - Grindavík!

Sælir.

Takk fyrir æfinguna í dag. Klassa mæting en völlurinn orðinn ansi vafasamur - Mæður ykkar eflaust ekvað pirraðar þegar þið mættuð heim! Langt síðan ég tók kisuna á etta - þarf að fara setja oftar á mig hanskana!

En það er massa leikur og massa fjör á morgun, laugardag:

- Þróttur - Grindavík - Valbjarnarvöllur - kl.14.00.

Á undan er slegið á létta strengi niður á Valbjarnarvelli og láta allir sjá sig þanngað. Frá kl.13.00 verða grillaðar pyslur seldar á hlægilegu kostnaðarverði, gos á brandaraverði og candyflossverðið er líka bara djók. Hoppkastali og andlitsmálning á staðnum, ath þetta er allt niðri á Valbirni ekki í félagshúsinu. Leikmenn úr 7.flokki drengja ganga með leikmönnum til leikvallar.

Mig vantar líka 8 boltasækjarar og yrði algjör snilld ef einhverjir hressir myndu smessa á mig og bóka sig. Þetta er stærsti leikur sumarsins og verðum við að standa sig.

Sé vonandi alla á morgun, annars chill um helgina
Svo næst æfing á mánudag.
Ble.
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home