Ísl mót v Fylki - Fös!
Jamm.
Það var hörkuleikur v Fylki á föstudaginn. Vorum 2-1 yfir en misstum tökin á leiknum í lokin og náðum ekki að landa stigi. En allt um leikinn hér:
- - - - -
Þróttur 2 - Fylkir 4.
Íslandsmótið.
Tími: Föstudagurinn 24.ágúst 2007.
Tími: kl.16.30 - 17.45.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Staðan í hálfleik: 1-1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 3-2, 4-2.
Mörk:
15 mín - Leó Garðar.
22 mín - Reynir.
Maður leiksins: Leó Garðar (var á fullu allan leikinn).
Vallaraðstæður: Suddinn svona lala en fínt veður.
Dómari: Ungur og óreyndur Fylkisgæji tók þetta solo.
Áhorfendur: Það var góð mæting á pöllunum í dag.
Liðið:
Orri í markinu - Kevin Davíð og Gummi S bakverðir - Bjartur og Reynir miðverðir - Dagur Hrafn og Arnþór F á köntunum - Matthías og Sigurður á miðjunni - Guðmar og Leó Garðar frammi. Varamenn: Sindri G, Arianit og Mikki.
Frammistaða:
- Slugs - tökum það á okkur!
Almennt um leikinn:
+ Flest allir börðust eins og ljón allan leikinn.
+ Létum boltann rúlla vel og sköpuðum okkur nokkur mjög góð færi.
+ Menn voru að vinna fyrir hvorn annan.
- Lélegt að missa unninn leik niður.
- Vantar tal á milli manna.
Í einni setningu: Fúlt að taka ekki þrjú stig, en annars fínn leikur.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home