Ísl mót v KR - fim!
Það var loksins leikur hjá B liðinu í Íslandsmótinu í gær og það við KR á heimavelli.
Í heildina góður leikur sem hefði átt að gefa 3 stig. En allt um hann hér:
- - - - -
Þróttur 2 - KR 2.
Íslandsmótið
Dags: Fimmtudagurinn 9.ágúst 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1 - 0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2.
Maður leiksins: Viktor (enn einn klassa leikurinn).
Mörk:
15 mín - Tryggvi kláraði vel snemma leiks.
45 mín - Leó Garðar með fína "klárun".
Vallaraðstæður: Völlurinn blautur og það hætti ekki að rigna!
Dómari: Jörgen og Ástrós (fyrsta skipti sem gella dæmir í sumar), og fyrsta skiptið ever sem kærustupar dæmir (bara snilld).
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig og hertóku skýlið okkar!
Liðið:
Sindri í markinu - Viktor og Silli bakverðir - Kristó og Daði miðverðir - Dagur Hrafn og Dabbi Þór á köntunum - Jóel og Viddi á miðjunni - Danni Örn og Tryggvi frammi. Varamenn: Sindri Þ, Mikki, Seamus og Leó Garðar.
Frammistaða:Sindri G: Varði oft vel en vantaði aðeins upp á köllinn og powerið á köflum.
Viktor: Brilliant leikur - fór vel með boltann - mætti jafnvel vera duglegri að bera hann upp.
Daði: Fór lítið fyrir honum en gerði algjörlega sitt eins og vanalega.
Kristó: Sterkur og á milljón allann leikinn.
Silli: Lét finna vel fyrir sér - átti öll sín návígi.
Dagur: Klassa leikur - mikið í boltanum og bjó slatta til.
Dabbi: Hefði viljað sjá meira frá honum - komst ekki nógu oft upp kantinn - en samt margt gott.
Jóel: Duglegur á miðjunni - tók virkilega á því í fyrri - tók smá tíma að komast aftur í gírinn í seinni.
Viddi: Mikið í boltanum eins og vanalega - óhræddur að gera hluti en hefði mátt skjóta á markið einu sinni eða tvisvar.
Danni: Vantaði aðeins upp á hlaup og tal við hinn sóknarmanninn - en djöflaðist samt.
Tryggvi: Nettur - hefði átt að bæta við marki en átti samt eitt flott.
Leó: Fín innkoma - eflist með hverjum leiknum. Klárlega búinn að festa sig fyrir framan miðju á vellinum.
Mikki: Nokkuð góður leikur - gerði allt rétt í bakverðinum.
Sindri Þ: Kom sér nokkuð vel inn í baráttuna á miðjunni - góður leikur.
Seamus: Líka fín innkoma - vantaði samt að koma sér í betri færi.
Almennt um leikinn:
+ Fórum oft upp hægri kantinn og komum okkur í fullt af færum þaðan.
+ Leystum varnarleikinn vel þrátt fyrir mikla bleytu.
- Hefði viljað sjá bakverðina koma meira með í sóknina.
- Hefðum átt að vera búnir að klára þá áður en þeir jöfnuðu.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home