Friday, August 17, 2007

Ísl mót v Fram - fös!

Jeps.

Næst síðasti leikur A liðsins var á föstudaginn á Framvelli. Í heild nokkuð góður leikur hjá okkur en þeir refsuðu okkur snögglega fyrir lítil misstök. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 3.
Íslandsmótið.


Dags:
Föstudagurinn 19.ágúst 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Framvöllur.

Staðan í hálfleik:
0 - 2.
Gangur leiksins:
0 - 1, 0 - 2, 0 - 3, 1 - 3.

Mörk:

55 mín - Anton Sverrir fylgdi vel á eftir í aukaspyrnu.


Maður leiksins: Valli (þokkalega traustur allann leikinn).

Vallaraðstæður: Völlurinn nokkuð góður og veðrið milt og gott.
Dómari: Nokkuð gott dómaratrío fyrir utan þriðja markið þeirra!!
Áhorfendur: Mér sýndist ég nokkra hressa hinum megin á vellinum.

Liðið:

Sindri í markinu - Valli og Tolli bakverðir - Nonni og Gummi miðverðir - Stebbi og Jóel á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Kommi og Árni Freyr frammi. Varamenn: Anton S, Viddi, Daði og Kristó.

Frammistaða:

Sindri G: Topp leikur - varði ótrúlega vel í fyrri - nær svo háu boltanum auðveldlega í vetur.
Valli: Flottar 70 mín alveg á fullu.
Nonni: Hélt þeirra sterkasta manni alveg niðri ásamt Gumma. Dreifði líka boltanum vel.
Gummi: Soldið síðan hann var síðast í miðverðinum - en kom sér strax í gírinn og átti fínan leik.
Tolli: Var soldið lengi að komasta í gagn - þurfti nokkrar sendingar til að finna miðið en það var komið í lok fyrri.
Stebbi: Sást lítið í fyrri en komst svo inn í leikinn með fínum rispum.
Jóel: Nokkuð góð keyrsla en hefði getað gert meira á kantinum þarf sem að hann fékk mikinn tíma og pláss - vantaði betri bolta frá Tolla.
Diddi: Mikil yfirferð - vann afar vel og átti topp leik.
Arnþór A: Nokkuð solid leikur en hefði koma grimmari upp með boltann, fara meira í gegn sjálfur.
Kommi: Var mikið í boltanum og hélt honum virkilega vel - vantaði samt þvílíkt að láta heyra í sér, biðja um og láta vita hvar hann vildi fá boltann.
Árni Freyr: Reyndi virkilega en náði ekki að koma sér í nógu góð færi.

Anton S: Sterkur þegar hann kom inn á - hefði jafnvel átt að koma inn á fyrr - setti klassa mark.
Viddi: Kom inn virkilega ferskur og bjó til fullt af hlutum.
Daði: Afar seigur í vörninni - og að vera hægra megin kom ekki að sök. Topp leikur.
Kristó: Flott innkoma - gat lítið gert í þriðja markinu.

Almennt um leikinn:

+ Topp barátta í öllum inn á.
+ Losuðum oft hægra hornið og nýttum það nokkuð vel að fara þar upp.
+ Hættum ekki þrátt fyrir ða vera tveimur mörkum undir.
+ Vorum alveg í bakinu á þeim og lokuðum vel.

- Slök hreinsun í einu markinu og slök dekning í marki nr.2.
- Vorum soldið ragir í návígum en það lagaðist þegar leið á leikinn.
- Vorum soldið ragir í návígi en það lagaðist þegar leið á leikinn.
- Bakverðir hefðu mátt koma meira upp í sókninni.

Í einni setningu: Í heildina klassa leikur - vörðumst reyndar meira í fyrri en gerðum það vel - snérum dæminu við í seinni og vorum meira með boltann og börðumst allir vel. Gleymdum okkur aðeins í fyrstu tveimur mörkunum þeirra en settum eitt flott og áttum að minnka munin í einu svaðalegu færi í lokin. Vantaði kannski trúnna eins og fyrri daginn plús smá heppni.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home