Monday, August 13, 2007

Þrið!

Hey boys.

Ekki nógu spes leikur í dag v Fjölni! Ræðum hann betur á morgun, og á blogginu í fyrramálið (egill lofar).

Fjölnis 2 leikurinn, sem átti að vera á fimmtudaginn, færist fram á miðvikudag (á útivelli), þannig að við geymum Boot camp aðeins (okey diddi og silli). Tökum "normal" og góða æfingu á morgun, þriðjudag:

- Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.13.30 - 15.15.

Skiptum í 2-3 hópa og förum í nokkra hluti. "Nammidagur" eftir æfingu þar sem að Egill + 5 aðrir leikmenn voru að koma frá útlöndum!!

Annað markvert:

- A og B liðs leikirnir v Fram færast frá mánudeginum 20.ágúst til mánudagsins 27.ágúst.
- Leikirnir í næstu viku eru þá C lið v HK og Fylki, A lið v Grindavík og B lið v Selfoss.
- Það styttist óðum í skólabyrjun :-)
- Á laugardaginn kemur (18.ágúst) ætlum við audda að ...

... hlaupa í Reykjavíkur maraþoni Glitnis. Menn geta drifið í að skrá sig á netinu (www.glitnir.is), en þá þurfa foreldrar ykkar að hjálpa ykkur (kortanúmer og soddann). Við ætlum að hlaupa 10km.

Við tókum þátt í fyrra (og hittihittifyrra og hittihittihittifyrra) og stóðu menn sig ótrúlega vel. Þetta kostar náttúrulega soldið (2.700kr), en menn hafa möguleika á að hlaupa til góðs með því að safna áheitum sem munu renna til góðgerðarfélaga. Spáið endilega í þessu. Læt ykkur vita á morgun hvar hægt er að skrá sig ef þið gerið það ekki á netinu.

Heyrumst betur á morgun,
Ingvi, Egill og Kiddi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home