Wednesday, August 15, 2007

Ísl mót v Fjölni2 - mið!

Jamm.

Það voru tveir markaleikir í gær upp í Grafarvogi. Sýndum styrk okkar í báðum leikjum og bættum markatöluna verulega. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 13 - Fjölnir 1.
Íslandsmótið.


Dags:
Miðvikudagurinn 15.ágúst 2007.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Staðan í hálfleik:
8 - 0.
Gangur leiksins:
1-0,2-0,3-0,4-0,5-0,6-0,7-0,8-0,9-0,10-0,10-1,11-1-12-1,13-1.

Mörk:

2 mín - Anton Sverrir
4 mín - Anton Sverrir

20 mín - Anton Sverrir

22 mín - Arnar Kári

25 mín - Anton Sverrir

31 mín - Tolli

32 mín - Árni Freyr

34 mín - Árni Freyr

35 mín - Diddi

42 mín - Kommi

54 mín - Arnar Kári

57 mín - Kommi

58 mín - Jóel.

Maður leiksins: Anton Sverrir (kom okkur algjörlega á lagið með flottum mörkum).

Vallaraðstæður: Völlurinn virkilega góður og frekar hlýtt - en massa vindur.
Dómari: Gaur sem var sóló en samt frekar nettur.
Áhorfendur: Leikurinn var snemma þannig að fáir náðu að koma, þó einhverjir.

Liðið:

Sindri í markinu - Valli og Gummi bakverðir - Addi og Nonni miðverðir - Tolli og Stebbi á kantinum - Diddi og Arnþór Ari á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Kommi, Jóel og Viddi.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Menn kláruðu sín færi punktur.
+ Settum annan miðvörðin með fram og bjó það til meiri hættu.
+ Vantaði að koma boltanum aðeins betur út á kant.

- Vorum soldið dottnir í þann pakka að skora tvö mörk í hverri sókn!
- Klaufalegt markið sem við fengum á okkur - smá sofanda háttur þar á ferð.

Í einni setningu: Hreinlega löbbuðum yfir þá - vorum gríðarlega ákafir og sterkir fram á við þótt vindurinn hafi hjálpað okkur pínu.

- - - - -

Þróttur 8 - Fjölnir 2.
Íslandsmótið.


Dags: Miðvikudagurinn 15.ágúst 2007.
Tími: kl.16.15 - 17.25.
Völlur: Fjölnisvöllur.

Staðan í hálfleik: 6 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0,3-0,4-0,5-0,6-0,6-1,7-1,8-1,8-2.

Mörk:

3 mín - Dagur Hrafn
11 mín - Tryggvi

17 mín - Tryggvi

21 mín - Daníel Örn

22 mín - Kristófer

30 mín - Tryggvi
50 mín - Seamus
68 mín - Tryggvi

Maður leiksins: Tryggvi (ferna tryggir það, svo einfalt er það).

Vallaraðstæður: Völlurinn góður en ansi mikið rok.
Dómari: Sami gaur og áðan, líka góður í þessum leik.
Áhorfendur: Aðeins fleiri á svæðinu.

Liðið:

Arnþór F í markinu - Högni og Viktor bakverðir - Daði og Silli miðverðir - Dagur og Hákon á köntunum - Mikki og Kristó á miðjunni - Daníel og Tryggvi frammi. Varamenn: Seamus, Geiri, Matthías, Anton Helgi, Sigurður T og Guðmar.

Frammistaða:

- Slugs - tökum það á okkur!

Almennt um leikinn:

+ Létum ekki vindinn trufla okkur í seinni.
+ Flottar sendingar inn fyrir og út á kantana.
+ Vorum grimmir í tæklingum.

- Þurfum aðeins að passa rangstöðuna betur.
- Vantar aðeins upp á staðsetningar í vörninni - segja félögunum til.

Í einni setningu: Enn einn sigurinn þar sem við hreinlega slátrum andstæðingunum með miklum krafti frammi og miklu öruggi tilbaka.

- - - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home