Leikur v Grundarfjörð!
Hey.
Grundfirðingar létu sjá sig í gær og kepptu við okkur á
ótrúlega góðum TBR velli. enda var búið að hvíla hann
í nokkurn tíma. úrslitin voru ekki nógu góð en samt hægt
að finna nokkra ljósa punkta. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Íslandsmótið - TBR völlur - Fimmtudagurinn 14.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 2 - 9 Grundarfjörður
Liðið (4-4-2): Binni - Óttar - Einar Þór - Baldur - Maggi - Atli S - Jölli - Ingó - Óli M - Óli Ó - Viggó + Halli - Gunni - Ívar - Haukur - Þröstur - Ari - Róbert - Þorsteinn - Ágúst -
"barcelona"
Mörk: Viggó 2
Maður leiksins: Viggó
Almennt um leikinn:
Ótrúlegt en sátt - þeir skoruðu á 30 sekúndu. það á bara ekki að vera hægt takk fyrir. við vorum einhvern veginn alveg sofandi og frekar erfitt að fá á sig mark svona snemma. en við komumst smám saman inn í leikinn - og náðum að jafna fljótlega. flott mark hjá Viggó.
En svo fórum við aftur að gefa eftir og vorum bara alls ekki nógu skynsamir varnarlega. Miðjumennirnir hjá Grundó fengu að hlaupa á vörnina okkar sem er ein versta staða sem varnarmenn okkar geta lent í. Menn hreinlega verða að hugsa um vörnina fyrst og fremst, því að ef vörnin er mjög slök verður virkilega erfitt að vinna leiki og þið verðið bara að muna eitt, til að vinna knattspyrnuleik þarf bara að skora 1 mark, og í þessum leik skoruðum við 2, við erum í þessu til að vinna leiki, ekki til þess að skora 70 mörk. Ekki satt.
En eitt megið þið eiga og það er að þrátt fyrir mikinn fjölda marka sem þeir settu á okkur, þá hélduð þið alltaf áfram, sem er mjög gott og svo áttum voið nottla urmull færa sem við nýttum ekki. En við gerum bara betur næst.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home