Leikir v Aftureldingu!
Heyja.
Það voru tveir leikir við Aftureldingu um daginn - kannski full snemma eftir Rey-Cup en það
slapp svo sem. Jafntefli og sigur. allt um þetta kaffi hér:
- - - - -
Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Þriðjudagurinn 26.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 0 - Afturelding 0
Liðið (4-4-2): Egill - Aron - Oddur - Valli - Matti - Einar - Tommi - Siggi - Dabbi - Villi - Stymmi + Viggó - Auðun - José - Ingó - Binni - Ævar Þór.
"barcelona"
Maður leiksins: Villi
Almennt um leikinn:
Veit ekki hvort það hafi verið einhver þreyta í mönnum. náttúrulega stutt síðan rey-cup kláraðist og mikið af leikjum spilaðir þar. En einhvern veginn fannst okkur að við áttum að gera aðeins betur í þessum leik - setja eitt eða tvö mörk á þá! Anyway, vorum að spila betri fótbolta en á ReyCup, boltinn rúllaði vel og við náðum að skapa okkur nokkur fín færi, en þegar við komumst upp að markinu náðum við ekki að klára færin og ég hef sagt það áður og ég segi það enn að nýta ekki dauðfæri getur alveg eins kostað okkur sigur alveg eins og varnarmistök, verðum hreinlega að nýta færin okkar betur. Vörnin var solid í leiknum sem er nottla gott mál en málið er að þegar við erum að keppa á móti liði sem er með marga menn í vörn þá verðum við að sækja á fleiri mönnum, og þá væri ekki úr vegi að bakverðirnir mundu koma og taka eins og eitt óverlap. Stúdera bara Man U (Neville og Heinze).
Stig er samt stig og við verðum bara að byggja ofan á þetta.
P.S. Fara svo að venja sig á að tala á æfingum meira, segja næsta manni til með einföldum skipunum, "burt með´ann", "mar í bak", "snúðu", "skjóttu", "dekkaðu þennan", checkaðu á
byssunum hans eyma og svo framvegis. aight.
- - - - -
Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Þriðjudagurinn 26.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 6 - Afturelding 1
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Einar Þór - Aron Ellert - Jónas - Gylfi Björn - Bjarki B -
"barcelona"
Mörk: José - Viggó 2 - Jölli - Bjarmi - Ævar Hrafn.
Maður leiksins: Ævar Hrafn
Almennt um leikinn:
Þessi leikur var algjör klassi í alla staði. Fínt spil og klassa mörk. Aldrei spurning um að við myndum klára leikinn. Það sem skóp þennan sigur okkar var þetta klassaspil sem þið náðuð að sýna. Boltinn rúllaði vel á milli manna frá vinstri til hægri, allir vildu fá boltann, bakverðirnir komnir með og allt í gangi. Klassa mörk sem við skoruðum líka og í raun bara hægt að segja eitthvað jákvætt um leikinn, nema það að þeir skora mark. Þið megið líka eiga það að þið talið hvað mest af þeim fjórum liðum sem við erum með, halda því áfram og bara gera meira af því, það eiga náttúrulega allir að tala inná vellinum.
Það sem við verðum bara að muna er það að þegar við spilum við lið og erum betri aðillinn þá megum við aldrei fara að vera eigingjarnir og ætla bara að skora sjálfir. Það mun aldrei hjálpa.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home