Thursday, July 07, 2005

Leikir v Fjölni!

Sælir.

Svipaðir leikir og fyrir viku! Sigur og jafntefli í nokkuð
góðum leikjum. með smá heppni og vilja hefðum við getað
klárað báða leikina örugglega. en svona fór það í gær:

- - - - -

Íslandsmótið - Fjölnisvöllur - Miðvikudagurinn 6.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 3 - 1 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Egill - Siggi - Oddur - Valli - Ingimar - Jölli - Tommi - Aron - Stymmi - Villi - Dabbi + Ævar - Matti - Einar.
"barcelona"
Mörk: Dabbi 2 - Stymmi (því ingvi náði trixinu)

Maður leiksins: Valli
Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn ekki alveg nógu vel - þeir náðu að skora á 6 mín og fengu við smá sjokk við það. En við komumst svo inn í leikinn og sóttu af krafti út allan fyrri hálfleikinn. sóttum reyndar yfirleitt alltaf upp miðjusvæðið en ekki til hliðar og í fyrirgjafir eins og við viljum. en við náðum að jafna rétt fyrir hálfleik. mjög traust að jafna fyrir hlé.

Vorum sterkari aðilinn í seinni hálfleik líka og stjórnuðum leiknum en samt var eitthvað stress í okkur og við misstum boltann oft klaufalega á miðjusvæðinu. sumir kenndu grasinu um! En við náðum að skora tvö klassa mörk um miðjan hálfleikinn og klára leikinn. Fyrst spændi dabbi sig í gegn og kláraði færið snilldarlega - svo skoraði stymmi með flottum skalla eftir gott horn. Áttum líka fleiri færi en náðum ekki að nýta þau.

Menn börðust vel í leiknum og keyrðu sig út. Fjölnismenn voru sprækir og eiga eftir að standa í fullt af liðum. En góð 3 stig í hús - svo Stjarnan í næstu viku.

- - - - -

Íslandsmótið - Fjölnisvöllur - Miðvikudagurinn 6.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 5 - 5 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Kobbi - Gylfi -Bjarmi - Bjarki B - José - Viggó - Ási - Ævar H - Auðun - Einar + Gulli - Arnar Páll - Anton - Bjarki Þ - Símon.
"barcelona"
Mörk: Auðun 2 - Einar - Gulli - Viggó.

Maður leiksins: Auðun
Almennt um leikinn:

Já þetta var mikill markaleikur! en eins og í fyrri leiknum þá byrjuðum við einfaldlega ekki leikinn þegar dómarinn flautaði hann á - og þeir komumst í 2-0 eftir bara nokkrar mínútur. í heildina var baráttan mjög góð hjá okkur og meirihluti leikmann var alveg búinn í leikslok - eins og það á alltaf að vera.


En það sem klikkaði hjá okkur í þessum leik var að vörnin var alltof "laus" - menn voru ekki í línu og hlupu alltaf of mikið út úr stöðum. Menn þéttu ekki nógu mikið og þeir komust alltaf of oft einir inn fyrir - og svo vantaði tal eins og fyrri daginn. þetta þurfum við að bæta fyrir næstu leiki.

Við skoruðum fín mörk - það vantaði alls ekki. fínar sendingar inn fyrir og klassa barátta skilaði okkur 5 mörkum. Og maður hefði haldið að það myndi duga. og venjulega á það að duga!

Við hefðum vel getað komið í veg fyrir nokkur mörk hjá þeim - vorum klaufar að hreinsa ekki betur einu sinni eða tvisvar. og hefðum við talað betur og stjórnað mönnum betur í kringum okkur þá hefðum við getað komið í veg fyrir fleiri.

Í síðasta markinu þeirra var reyndar pottþétt brotið á Bjarma en ekkert dæmt. Við höfðum reyndar verið heppnir rétt áður en svona er þetta.

En þetta var skemmtilegur leikur - það vantaði ekki. Klárum bara Stjörnuna almennilega næsta þriðjudag. alrighty.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home