Tuesday, July 19, 2005

Leikir v Fylki!

Sælir.

Það var aðeins öðruvísi stemmning eftir leikina í gær en á sunnudaginn!
Stórtap í fyrri leiknum og svo stórskrýtinn seinni leikurinn! lesið um það
hér:

- - - - -

Íslandsmótið - Fylkisgervigras - Mánudagurinn 18.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur 0 - 8 Fylkir
Liðið (4-4-2): Egill - Ingimar - Oddur - Valli - Siggi Ingi - Jökull - Tommi (f) - Aron H - Einar - Stymmi - Dabbi + Viggó - Ævar Hrafn.
"barcelona"
Stóð sig skást: Valtýr
Almennt um leikinn:

Veit ekki alveg hvar skal byrja. Var fúll í öld í gær og það var erfitt að einbeita sér að leiknum sem kom svo eftir þennan. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góður hjá okkur þrátt fyrir að verjast meiri hlutann af honum. Vorum þéttir og börðumst eins og ljón. Það kom svo klaufaleg vítaspyrna sem var dæmd á okkur og svo mark hjá þeim nr.2 rétt fyrir hlé.

Svo var eins og allur vindur væri úr okkur. Menn virkuðu stressaðir og aðeins nokkrir leikmenn þorðu eða náðu að láta eitthvað finna fyrir sér. Fylkismenn skoruðu 3 nákvæmlega eins mörk fyrstu 15 mínúturnar í seinni - komust upp hægra meginn og náðu að gefa fyrir þar sem nóg var fyrir leikmanninn þar að pikka boltanum inn.

Ekkert gekk svo í seinni - við misstum boltann alltaf við miðjuna - áttum ekki 3 sendingar á milli - menn töpuðu skallaboltumm og einvígum - svo kom mark 6, svo 7 og loks 8. Við erum með allt of gott lið til að vera tapa svona stórt. skil þetta hreinlega ekki.

En við sýndum svo smá líf síðustu mínúturnar. Áttum 2-3 færi og svo víti sem vildi ekki inn.
Þeir eru vissulega með mjög gott lið og sterka stráka - en hefðum við verið í sama standi og í fyrri hálfleik þá hefði þetta ekki farið svona illa.
Nú verðum við bara að hífa hausinn upp - klára Rey-Cup og koma svo brjálaðir til leiks á móti Aftureldingu. OK?

- - - - -

Íslandsmótið - Fylkisgervigras - Mánudagurinn 18.júlí kl.18:15-19:30
Þróttur 5 - 7 Fylkir
Liðið (4-4-2): Anton - Arnar Már - Aron Ellert - Einar Þór - Gylfi Björn - José - Matti - Bjarmi - Símon - Ási - Auðun (f) + Bjarki Þór - Bjarki B - Atli Freyr - Gulli.
"barcelona"

Mörk: José 2 - Matti - Símon - ?
Stóð sig best: José
Almennt um leikinn:


Þetta var alveg stórfurðulegur leikur. Sama og í síðasta leik á móti Fjölni - þá skoruðum við 5 mörk. Sem á að vera nóg til að vinna leik! En okkur vantar allan aga og talanda til baka. Þétta betur og loka á andstæðingin. Bara það að bakka og vera öruggir - láta vita hver fer í manninn og hver bakkar - hafa 2-3 metra á þá og búmm!! - alltaf okkar bolti.

Ef boltinn fer yfir miðverðina þá verður markmaður líka að meta hvort hann eigi að fara í boltann eða ekki. En það er vissulega erfitt að átta sig á hvort er betra að halda eða rjúka út. En þegar það eru engir línuverðir þá er alltaf gott að einn miðvörðurinn sé aðeins fyrir aftann línuna. Svo þurfum við líka að lesa leikinn betur.

Annað sem kostaði okkur 2-3 mörk voru langskotinn þeirra - við verðum að loka á mennina og fara í þá á fullu. það þýðir ekkert að horfa á og segja bara "gjörið svo vel" - "skjótið á markið okkar" - þið verðir að klára ykkur út og fara í þessa bolta.

Sóknarlega vorum við hættulegir - en hefðum getað verið skynsamari og fengið boltann meira út á kantinn. Oftar en ekki sendum við boltann of fast upp og náðum ekki að controla hann. Finna frekar manninn út á línu sem kemur honum svo hættulega inn í.

Strákar - þið vitið það sjálfir - við erum betra lið en síðustu tveir andstæðingar og verðum að fara gera betur. Meiri agi - vanda sig meira - tala betur og bara KLÁRA DÆMIÐ! OK?

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home