Leikur v Fylki!
Sælir.
Það var spilað við Fylki í dag - leikurinn sem átti að vera hjá
þeim á föstudaginn. okkur vantaði þónokkra menn en vorum
samt ekki í vandræðum með mannskap. við vorum nettir í fyrri
en slökuðum aðeins á í seinni. allt um leikinn hér:
- - - - -
Íslandsmótið - Suðurlandsbraut - Mánudagurinn 4.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 0 - 4 Fylkir
Liðið (4-4-2): Anton - Gunnar B - Ari F - Atli S - Tumi - Dabbi B - Freyr - Arnar B - Gunnar Æ - Halli - Ágúst (c) + Siggi E - Atli Ó - Bjarki Steinn - Óskar - Benni - Sveinn Ó.
"barcelona"
Maður leiksins: Anton
Almennt um leikinn:
Við vorum aðeins seinir í gang, eða að pússa okkur saman réttara sagt. en annars var fyrri hálfleikurinn hjá okkur nokkuð góður. Anton bjargaði okkur samt oft - og gerði það að verkum að staðan var 0-0 í hálfleik. Atli hefði mátt vera aðeins dýpri því við náðum illa að halda línu í vörninni og þeir náðu að komast nokrum sinnum inn fyrir okkur - en Anton var vel á tánum og náði alltaf að koma út á móti. Við gerðum ekki nógu vel það sem við samþykktum að reyna að gera í leiknum en það var að vanda betur sendingar og missa ekki boltann sí svona á slæmum stað. Við gerum alltaf of mikið af þessu sem gerir það að verkum að við erum alltaf í vörn og náum erfiðlega að snúa vörn í sókn. Skýringin á þessu er hitt atriðið sem við samþykktum að gera: að hjálpa næsta manni og bjóða sig til hans. En annars vörðumst við frekar vel - Atli og Ari voru kannski óvanir að spila miðvörn en leystu það vel.
Við hefðum nokkrum sinnum getað komist í gegn en síðasta sendingin klikkaði alltaf. Við virðumst ekki sjá allt plássið á bak við mennina - og reynum alltaf að senda beint á þá - en þá fer boltinn undantekningarlaust í andstæðingin. Við erum aðeins of góðir að hitta hann!
En það voru margir ljósir punktar í leiknum - spiluðum boltanum vel á köflum - fín barátta hjá megninu af liðinu - Anton afar góður í markinu - oft hársbreidd að komast alla leið í fín færi.
En þurfum að klára rauðu atriðin hér fyrir ofan betur. grunnatriðin!!
Fyrri umferðin klárast svo á föstudaginn með leik á móti ÍA. Verum allir klárir í dúndurleik þá.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home