Leikur v Grindavík!
Heyhey.
Jójó. það var haldið suður með sjó í dag. ágætis leikur sem hefði getað
endað með sigri. en við sættum okkur við stigið. unnið stig - ekki tvö
töpuð!
- - - - -
Íslandsmótið - Grindarvíkurvöllur - Þriðjudagurinn 19.júlí kl.17:00-18:15
Þróttur - Grindavík
Liðið (4-4-2): Binni-Maggi-Baldur-Matti-Pétur-Óli M-Vilhjálmur-Robbi-Ívar-Ingó-Óli Ó+Þröstur-Haukur-Óttar-Atli
"barcelona"
Mörk: Óli Ó
Maður leiksins: Vilhjálmur
Almennt um leikinn:
OK. Leikur sem við áttum alveg að geta unnið, það er alveg klárt. Málið er að þeir voru með einn gaur sem hljóp upp völlinn og skoraði markið þeirra, alveg ömurlegt að fá á sig svona mörk, en þrátt fyrir að hann hafi náð þessu marki náðum við alveg að taka hann "úr umferð" eftir það. Í fyrri hálfleik vorum við miklu betri aðilinn og áttum að vera búnir að skapa okkur betri færi alveg klárlega, og nýta hornin betur. En allt kom fyrir ekki staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við aftur betri aðilinn en í þessum hálfleik vorum við sláandi heppnir að fá ekki á okkur mörk, því Binni var í miklu stuði og varði oft fáránlega vel. Enginn spurning með það. En við náum allavega að setja mark snemma og eftir það fórum við að vilja skora fleiri mörk ekkert að því. En við megum bara ekki gleyma því að það er annað lið á vellinum sem vill skora mark á okkur þannig að í stöðunni 1-1 í svona leik skiptir þvílíku máli að halda vörninni solid, því að hitt liðið mun fá séns til að skora, það er alveg kárt. EN engu að síður, stig er stig og við höldum bara áfram að bæta okkur.
- - - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home