Wednesday, July 13, 2005

Leikir v Stjörnuna!

Sælir.

3 leikir í gær! 2 hjá okkur og 1 hjá mfl! Fengum sigur, tap og
jafntefli. Lifum það svo sem af. En það vantaði fjölmarga í bæði
lið í gær - en leystum það alveg - maður í manns stað. hér er
allt um leikina:

- - - - -

Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 3 - 2 Stjarnan
Liðið (4-4-2): Anton - Siggi - Valli - Aron H - Ingimar - Einar - Tommi - Styrmir - Ævar Hrafn - Ævar Þór - Davíð S + Auðun - Bjarki B
"barcelona"
Mörk: Stymmi - Ævar Þór - Aron H
Maður leiksins: Tommi
Almennt um leikinn:

Jamm - 3 stig. alger snilld. Það vantaði 6 menn sem hafa verið að spila í þessu liði að undanförnu - en það sást ekki á leiknum í gær. menn kláruðu bara þetta verkefni og erum við í góðum málum með 12 stig. En það má ekkert slaka á - Fylkir er á mánudaginn og getum við alveg fengið stig á móti þeim.

En við áttum allan fyrri hálfleikinn í gær. Sóttum og sóttum og náðum að skora eftir snilldar horn frá Aroni. Stymmi smellhitti boltann fram hjá markverðinum. þeir komumst varla yfir miðju, nema einu sinni og náðu einhvern veginn að skora eftir mistök hjá okkur. fórum tveir upp í skallabolta, töluðum ekki og senterinn þeirra náði að skjóta úr mikilli fjarlægð og í markið. en við sóttum áfram og vorum óheppnir að klára ekki alla veganna 1 færi.

Það var svipað í seinni en þeir komumst samt meira inn í leikinn. senterinn þeirra var nokkuð sprækur og náði nokkrum sinnum að stríða okkur við teiginn okkar. um miðjan hálfleikinn fá þeir svo dæmda vítaspyrnu - algjör steypa - boltinn rétt hrekkur upp í hendina á Valla og (eftir mikil hróp foreldra) dæmir dómarinn víti. En við héldum áfram og sóttum áfram á þá. Sýndum klassa baráttu og keyrðu menn sig alveg út. Eftir annað klassa horn þá náði Aron að skalla á markið og missti markvörður þeirra boltann klaufalega inn og 2-2 (fastur skalli!). Við vildum meira vinna, það var greinilegt og náðum að klára dæmið 5 mín fyrir leikslok. Auðun fékk góða sendingu út á kant - prjónaði sig innfyrir og sendi snilldar sendingu á Ævar Þór sem kláraði dæmið örugglega.

Klassa leikur - hefðum samt átt að gera út um leikinn fyrr - full mikil spenna síðustu mínúturnar fyrir fólk utan vallar! Menn fóru vel eftir því sem við töluðum um fyrir leik - og það er gott mál.

- - - - -

Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.17:30-18:45
Þróttur 1 - 3 Stjarnan
Liðið (4-4-2): Binni - Símon - Aron E - Hákon A - Bjarki Steinn - Bjarki B - Ási - José - Kobbi - Viggó - Auðun + Tumi - Freyr.
"barcelona"
Mörk: Viggó.
Maður leiksins: Viggó.
Almennt um leikinn:


Jemm og já, þetta var leikur sem hefði sossum getað endað báðum meginn, enginn spurning. Það er skemmst frá því að segja að það hafi verið jafnræði með liðunum og það skal tekið skýrt fram að við gátum auðveldlega komið í veg fyrir öll mörkin, þau voru mjög ódýr sérstaklega fyrstu tvö mörkin.

OK í upphafi leiks vorum við full værukærir og þeir sóttu talsvert á okkur, en þó voru þeir ekkert að spila boltanum neitt sérlega vel málið var bara að það voru kannski einn eða tveir gaurar hjá þeim sem fengu að labba baa með boltann í gegnum vörnina, menn of mikið á hælunum í upphafi leiks, en það var einmitt eftir eitt slíkt "labb" sem við fengum fyrsta markið á okkur og staðan 1-0. Eftir þetta náðum við að koma okkur aðeins inn í leikinn en eftir virkilega góða skyndisókn jöfnum við leikinn, þar tók José hárrétta ákvörðun, var ekki gráðugur í markið heldur rúllaði boltanum á Viggó sem kláraði færið virkilega vel. 1-1 í hálfleik.

Við byrjum seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri en náum ekki að skapa okkur neitt betra en hálffæri. Menn fóru smám saman að slaka á og þeir ná svo forrystunni með nánast alveg eins marki og í a-liðinu þar sem menn töluðu ekki saman, gaur slapp í gegn og þeir skora auðveldlega. 1-2. Þeir halda svo áfram að sækja og skora mark eftir hornspyrnu þar sem boltinn dettur á markteig þar sem við erum alveg sofandi og þeir pota inn einu marki. 1-3 staðreynd og við vitum allir að við getum miklu betur. Tökum betur á þessu næst.

- - - - -

1 Comments:

At 7:23 PM, Anonymous Anonymous said...

Verulega slæm úrslit hjá B - liðinu "við" :( getum fallið!

 

Post a Comment

<< Home