Leikur v Fjölni!
Sælir.
Loksins sigur hjá B2. Klassa leikur á gervigrasinu á föstudag.
Ef við gerum eins í næstu leikjum þá þurfum við ekki að hafa
neinar áhyggjur. Allt um leikinn hér:
- - - - -
Íslandsmótið - Gervigrasið í Laugardal - Þriðjudagurinn 12.júlí kl.16:00-17:15
Þróttur 3 - 2 Fjölnir
Liðið (4-4-2): Anton - Viktor - Gylfi - Símon - Arnar Már - Flóki - Atli Freyr - Bjarki Þór - Pétur Dan - Gulli - Bolli + Arnar Páll - Óskar - Ágúst Ben - Davíð Hafþór.
"barcelona"
Mörk: Bolli - Ágúst Ben - Gulli.
Maður leiksins: Atli Freyr
Almennt um leikinn:
Klassa leikur - byrjuðum mjög vel og greinilegt að menn voru mættir til leiks með fullt sjálfstraust. langt síðan maður hefur séð ykkur svona. það líka skiptir svo miklu máli. sóttum af krafti og náðum að skora á 10 mín. héldum áfram að sækja og vorum klaufar að nýta ekki færin okkar betur. En undir lok hálfleiksins náði Gulli að bæta við klassa marki. Fjölnir fékk fá færi í fyrri hálfleik en náði að skora á síðustu mínútunni eftir mistök hjá okkur - töluðum ekki og nánast gáfum þeim markið.
Byrjuðum seinni eins og fyrri. Vorum grimmir og áttum nokkur hálffæri. Það sem við klikkuðum helst á var bil milli manna í vörninni og bilið milli miðju og varnar. Sumir fóru aðeins of langt út úr stöðunum sínum og fjölnismenn komust óþarflega nálægt markinu okkar. Við skoruðum svo þriðja markið okkar en þeir sitt annað og þar við sat.
Menn voru virkilega að taka á því. Vörnin stóð sig vel og tapaði ekki einum sprett í leiknum. Miðjan var dugleg með Atla og Bjarka á fullu allan tímann. Og sóknin trekk í trekk hættuleg.
Ánægður með ykkur - meira svona næst takk fyrir.
- - - - -
p.s.
þjálfari fjölnis! alltaf hress
0 Comments:
Post a Comment
<< Home