Rey-Cup þátttökutilkynning!
Sælir.
Hérna er rey-cup þátttökutilkynningin, fyrir þá sem ekki
fengu hana í morgun eða á meilinu:
- - - - -
Þátttökutilkynning á Rey-Cup
Skiladagur er miðvikudagurinn 13.júlí
Nú eru aðeins rétt rúm ein og hálf vika í Rey – Cup og þurfum við að ganga frá ýmsum málum. Við biðjum fólk að bregðast snöggt við og ganga frá skráningu fyrir miðvikudaginn næsta (13.júlí) – og greiðslu svo fljótlega eftir það. Við stefnum á að vera með 4 lið í mótinu, enda von á góðri þátttöku.
Rey – Cup er alþjóðleg knattspyrnuhátíð, haldin í Reykjavík, nú í fjórða sinn. Við munum gista saman í skóla og taka þátt í magnaðri dagskrá þessa fjóra keppnisdaga. Allar aðrar upplýsingar um mótið koma fljótlega en einnig er hægt að skoða heimasíðu mótsins; http://www.reycup.is/ Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.
- - - - -
Vinsamlegast fyllið út eftirfarandi upplýsingar og gleymið ekki að forráðamaður verður að undirrita tilkynninguna.
Nafn:____________________________________ kt: _______________________ ætlar að taka þátt í Rey-Cup daganna 20-24.júlí í sumar.
Nafn forráðamanns:___________________________________________________
Heimasími: _______________________ GSM:_________________________
Þátttökugjald er kr.11.000.- og greiðist inn á reikning: 1129-05-2971 - kt: 080444 - 3629 í síðasta lagi 18.júlí. Munið að nefna nafn og kennitölu stráks þegar þið leggið inn og helst senda staðfestingu með tölvupósti á steinarh@simnet.is ef þið greiðið í netbanka.
______________________________
Undirritun forráðamanns
Ø Síðasti skiladagur tilkynningar til þjálfara er miðvikudagurinn 13.júlí. Einnig er hægt að skila skráningunni beint á “meili” - á skeiðo@mi.is.
Ø Og ath – okkur vantar liðstjóra sem fylgja liðunum á daginn og svo foreldra til að gista með strákunum í skólanum. Spáið í það :-)
Kær kveðja,
Ingvi 869-8228 og f.h. foreldraráðs; Kjartan s: 660-9950.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home