Leikur v ÍA!
Heyja.
Þar með er fyrri umferð lokið hjá B2. Sama í gær og á móti
Fylki - byrjuðum vel og áttum skínandi fyrri hálfleik. en svo var
eins og við settum í bakkgír og leyfðum þeim að skora of mörg ódýr
mörk. en allt um leikinn hér:
- - - - -
Íslandsmótið - Þróttarvöllur - Föstudagurinn 8.júlí kl.18:30-19:45
Þróttur 0 - 7 ÍA
Liðið (4-4-2): Snæbjörn - Davíð H - Tumi - Bjarki Steinn - Gunnar - Pétur Dan - Freyr - Arnar - Gunnar Ægir - Bolli - Halli + Siggi E - Óskar - Flóki - Ágúst Benedikt - Benedikt
Maður leiksins:
Almennt um leikinn:
Eins og sagði áðan þá vorum við seigir í fyrri hálfleik og má segja að við sýndum loksins alvöru baráttu og fyrir utan þá staðreynd að þeir fengu nánast ekkert færi í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að þeir voru mun meira með boltann, þá áttum við tvö alger dauða færi. Að klára ekki dauða færi getur kostað lið sigur (þó að það hefði kannski ekki verið raunin í þessum leik). Það eina sem vantaði uppá í fyrri hálfeik var smá öryggi hjá ykkur á boltanum, skipulag og síðast en ekki síst TALANDA.
En í seinni hálfleik var eins og það væri eitt lið inn á vellinum. vörnin var allt of laus og fór allt í gegn. við misstum boltann yfirleitt mjög fljótlega og vorum einhvern veginn alltaf í vörn. náðum lítið að setja á þá - og hættum smám saman og það þýðir bara að hitt liðið ríður á vaðið og klárar dæmið.
það vantar allt tal í okkur. gersamlega engin talar og skipar fyrir. strákar; það að tala og segja mönnum til, "dekkaðu", "ég er með hann" o.s.frv. getur verið 12 maðurinn inn á vellinum. við erum búnir að segja þetta svo oft.
eins sóttum við alltaf upp miðjuna, einmitt á þeim stað sem verst er að missa boltann. þannig komust ÍA menn trekk í trekk innfyrir. og einhvern veginn fór allt í gegn. það vantaði líka einhvern til að rífa liðið upp þegar það gengur svona.
en nóg af röfli. við getum sannað okkur betur á föstudaginn þegar fjölnir mætir á svæðið. og þá er það 70 mín á fullu - ekki 35. okey?
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home