Leikirnir v Fram!
Yes.
Þar með er Reykjavíkurmótinu lokið. 34 leikir búnir takk fyrir.
Við munum stúdera hvernig gekk, hvað mátti fara betur,
hverjir skoruðu flest mörk, hverjir spiluðu flesta leikina og
þess háttar, vonandi nuna í vikunni.
En allt um leikina tvo í gær hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 20.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Framgervigras
Þróttur 2 - Fram 7.
Staðan í hálfleik: 1 - 4.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 2-4, 2-5, 2-6, 2-7
Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: Árni Freyr - Sjálfsmark.
Vallaraðstæður: Völlurinn var brilliant, nettur vindur en annars klassaaðstæður.
Dómarar: Einn dómari, sem slapp vel frá leiknum.
Liðið (4-1-4-1): Anton í markinu - Símon og Diddi bakverðir - Gylfi og Jónas miðverðir - Arnþór Ari fyrir framan þá - Bjarki Steinn og Bjarmi á köntunum - Bjarki B og Danni á miðjunni - árni Freyr einn frammi + Jakob Fannar.
Almennt um leikinn:
Við virtumst ekki alveg klárir í átök fyrir leikinn. Mér fannst stemarinn mátt vera betri. Vantaði greinilega að menn væri algjörlega á því að vinna leikinn.
Í fyrri hálfleik vorum við hreinlega eins og ketlingar, hlupum alveg slatta en vorum veiklulegir. Framarar komust í 3-0, öll mörkin eins, sending innfyrir fljótur gaur sem sprettar-mark! Fórum svo yfir það í hálfleik og eftir það fékk fljóti gaurinn ekki færi, sýnir bara hvað þetta getur verið einfalt. En já, menn voru margir of stressaðir, viltu ekki hafa boltann sem leiddi til þess að sendingarnar okkar voru afar lélegar margar hverjar bara bombur fram í 50/50 bolta. 4-1 í hálfleik.
Í byrjun seinni hálfleiks vorum við hreinlega að labba yfir þá, boltinn gekk manna milli, skiptingar milli kanta, brilliant, alveg eins og það á að vera enda skoruðum við alveg stórglæsilegt mark eftir klassaspil og góða fyrirgjöf, 4-2. Eftir þetta héldum við áfram að sækja og ég var farinn að gera mér vonir um að jafna þetta, Arnþór fékk sæmilegt færi, en var óheppinn að ná ekki til boltans og ég segi það og skrifa að ef við hefðum skorað 4-3, þá hefðum við tekið þennan leik. Í staðinn fáum við dæmda á okkur aukaspyrnu sem gaurinn skoraði úr, óverjandi fyrir Tona, og þá fór þreytan að segja til sín, enda við bara með einn varamann. Fáum svo tvö mörk á okkur sem hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 20.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Framgervigras
Þróttur 3 - Fram 3.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 2-3, 3-3.
Maður leiksins: Anton Sverrir.
Mörk: Bjarki Þór - Anton Sverrir 2.
Vallaraðstæður: Eins og áðan - Völlurinn var brilliant, nettur vindur en annarsklassa aðstæður. Dómarar: Eins og áðan - Einn dómari, sem slapp vel frá leiknum.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Úlli og Kobbi bakverðir - Arnar Kári og Viktor miðverðir - Stebbi og Gulli á köntunum - Arnar Már og Ævar á miðjunni - Flóki og Bjarki Þór frammi + Starki, Krissi, Tolli, Nonni og Anton Sverrir.
Almennt um leikinn:
Enn og aftur gerðum við jafntefli þegar við áttum að vinna. Alla veganna er ég á því. Reyndar var okkur soldið létt þegar við jöfnuðum eftir að hafa verið 3-1undir! En við áttum aldrei að fá á okkur þessi þrjú mörk í röð hjá Fram.
Við byrjuðum vel og komumst yfir. Samt skiptust bæði lið a að sækja. Naðum ekki að setja okkur i dauðafæri en vörðumst vel og heldum linunni nokkuð vel. En eins og svo oft áður þá vantaði upp á hugafarið hjá sumum og vorum við of linir a köflum og leyfðum við þeim of mikið. og i staðinn fyrir að vera einu marki yfir i halfleik þa naðu þeir að jafna með algjöru kukamarki minutu fyrir halfleik.
Svo kom alveg ferlegur kafli fyrstu 15 min i seinni! Fram naði að skora tvö mörk a meðan við nanast horfðum ut i loftið! En sem betur fer hafði Anton reimað skóna vel! Skoraði fyrst úr aukaspyrnu:geggjað mark, eitt af mörkum mótsins hjá okkur. Svo jafnaði hann eftir snilldaraukaspyrnu frá Adda. Við sóttum meira eftir þetta en það vantaði upp á samspil og klókindi fram á við.
Við gerum rosalega lítið af því að taka þríhyrninga fram á við. Frekar viljum við djöflast einir með boltann og nánast hlaupa í gegnum andstæðinginn! þetta verðum við að fara að breyta.
Við spilum allt of þröngt - sjáum ekki allann völlinn!
En eitt stig i hus - flestir leikmenn skiluðu sinu en svo er það bara Íslandsmótið. Og núna þurfa allir virkilega að fara að sýna hvað í þeim býr ef þeir ætla að halda sætum sinum i liðinu i sumar.
- - - -
2 Comments:
Þeir vilti já eki hafa boltann, það er vildu. :)
Hvenær fara liðsmyndirnar aftur í
gang ??
Post a Comment
<< Home