Fréttir af Ingimari!
Sælir
Greinin hér fyrir neðan var tekinn af KSÍ. Reykjavíkurúrvalið stóð sig greinilega afar vel í fyrsta leiknum. Mig grunar að Ingimar hafi sett hann úr auka!
- - - - -
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda
Lið Reykjavíkur vann stórsigur í sínum fyrsta leik.
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda (Nordiske skulespellen) er nú haldið í 58. sinn í Helsinki í Finnlandi. Þátttökulið eru frá Reykjavík, Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Reykjavík tekur nú þátt í fyrsta sinn og er hér um að ræða úrvalslið drengja fæddir 1992 sem eru í grunnskólum Reykjavíkur.
Leikið var í morgun gegn liði Kaupmannahafnar og gerðu okkar menn sér lítið fyrir og unnu stórsigur, 12 - 2. Voru strákarnir að standa sig með sóma en liðið er undir styrkri stjórn þeirra Sigurðar Þóris Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands og Steins Halldórssonar, formanns Knattspyrnuráðs Reykjavíkur.
Næsti leikur liðsins er gegn liði frá Osló!
2 Comments:
hvenær er keflavikur leikurinn?
Klassi!
Post a Comment
<< Home