Sunday, May 14, 2006

Leikirnir við Fjölni2!

Heyja.

Já, það voru tveir leikir við Fjölni 2 í blíðviðrinu í dag, sunnudag.
Báðir leikir áttu að klárast frekar auðveldlega en eitthvað kom upp
á í fyrri leiknum. Samt frábær frammistaða hjá flestum í dag.
Allt um leikina tvo hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 14.maí 2006.
Tími: kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið okkar í Laugardal.

Þróttur 4 - Fjölnir2 4.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2, 4-3, 4-4.

Maður leiksins: Árni Freyr.
Mörk: Árni Freyr (8 mín - 26 mín - 43 mín) - Arnar Már (víti-22 mín).

Vallaraðstæður: Glampandi sól og fínn hiti.
Dómarar: Nonni klassi en Danni Fern mátti vera ákveðnari á flautuna sín megin!

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Arnar Kári og Stebbi bakverðir - Diddi og Jakob Fannar miðverðir - Gulli og Anton Sverrir á köntunum - Arnar Már og Bjarki Þór á miðjunni - Arnþór Ari og Árni Freyr frammi + Kormákur, Tolli, Nonni og Úlli.

Almennt um leikinn:

Vorum 3-0 yfir í hálfleik og 4-1 yfir um miðjan seinni hálfleik. Fram að þeim tíma spiluðum við alveg dúndrandi vel. En einhverra hluta vegna gáfum við eftir, hleyptum þeim inn í leikinn og í staðinn fyrir 3 stig í hús, fengum við eitt!!

Fjölnismenn voru náttúrulega afar pirraðir í leiknum. Foreldrar voru líka orðnir æstir. En það sem við getum lært af þessu er að aldrei missa einbeitinguna á leiknum sjálfum. Ekki láta leikmenn í hinu liðnu eða foreldra á hliðarlínunni hafa áhrif á okkur. Reyndar hef ég aldrei séð ykkur missa ykkur, skammast eða fara að rífast við hvor aðra eða andstæðinginn - er ótrúlega ánægður með það.

Vörnin hefði mátt vera öruggari og þéttari í lokinn. Menn voru of framarlega og stundum keyrðu menn ekki á fullu tilbaka. Fjölnismenn voru mun seigari í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri - komust inn í leikinn með ódýru marki - og fengu svo frekar mikið "boost" við að skora mark nr.2 og nr.3. og á endanum náðu þeir að jafna.

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 14.maí 2006.
Tími: kl.12.10 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið okkar í Laugardal.


Þróttur 5 - Fjölnir2 1.
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1.

Maður leiksins: Flóki.
Mörk: Flóki 3 - Tryggvi 2.

Vallaraðstæður: Glampandi sól og fínn hiti.
Dómarar: Nonni átti völlinn!


Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Gunni og Davíð Hafþór bakverðir - Tumi og Jónmundur miðverðir - Óskar og Ágúst B á köntunum - Pétur og Starki á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi.

Almennt um leikinn:


Yfir heildinga var þetta fínn sigur hjá okkur - leikurinn var reyndar í járnum í fyrri hálfleik og staðan 0-0 í hálfleik. Við vorum á undan að skora - og vitum við hvað það er mikilvægt og getur gefið mikið.

Við þurfum að byrja af aðeins meiri hörku og setja smá pressu á þá í byrjun. Í seinni hálfleik fór þetta svo að ganga allt upp hjá okkur. Við byrjuðum að láta boltann ganga í gegnum miðjuna og fá hann til að vinna fyrir okkur. Vörnin var að láta boltann ganga vel inn á miðjuna sem skilaði henni inn fyrir vörn Fjölnismanna.

Samt of mikið að menn horfi bara á og gefist upp ef ekki allt gengur upp. Það vantaði líka aðeins að vörnin fylgdi með út, þeir sem eru í vörninni mega ekki bara sitja eftir á okkar vítateig og fylgjast með miðju- og sóknarmönnunum reyna að pressa. Allir spila vörn og allir spila sókn, við vinnum sem lið því þannig vinnum við leikina.

Þegar við náðum svo að skora fór að lifna yfir okkur og við fórum að vera gráðugri. Allt fór að ganga upp og skilaði okkur góðum sigri.
Við náðum að rúlla yfir Fjölnismenn sem hættu nánast í lokin.

Ballwathcing - Skilar engu.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home