Leikir laugardagsins!
Jebba.
Það voru 4 leikir á laugardaginn, auk hreinsunardags hjá okkur.
1 sigur, 2 jafntefli og 1 tap. Tveir miklir markaleikir og svo kom víst
sigurmarkið í öðrum leiknum á síðustu sekúndunni! En allt um leikina hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 0 - Víkingur 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.
Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: - - - -
Vallaraðstæður: Geggjað veður og völlurinn klassi. Hugsanlega truflaði sólinn eitthvað smá.
Dómarar: Dóri var nettur og línuverðirnir skiluðu sínu vel.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi Björn og Viktor bakverðir - Jónas og Einar Þór miðverðir - Bjarki Þór og Símon á köntunum - Danni Ben og Aron Ellert á miðjunni - Bjarki Steinn og Ástvaldur Axel frammi + Jakob Fannar og Arnar Már.
Almennt um leikinn:
Það er ótrúlega súrt að tapa svona leik 5-0 þegar við eigum alveg jafn mikið í leiknum og þeir í fyrri hálfleik. Það að okkur vantaði 3 leikmenn er ekki einu sinni afsökun sem við getum notað því við hefðum alveg getað gert miklu miklu betur í þessum leik.
Við fengum 3-4 klassa færi í fyrri hálfleik en náðum ekki að nýta þau. En það gera þeir aftur á móti. Það fyrsta eftir að við klikkuðum á dekkningu inn í markteig og það seinna eftir að við náum ekki að hreinsa eftir horn og missum hann klaufalega inn.
Á annarri mínútu seinni hálfleiks kemur svo mark nr.3 hjá þeim - annað hvort Anton hefði átt að fara út í háa sendingu innfyrir, eða við að ná að vinna einvígið og koma boltanum frá. Og eins og áður þá erum við ekki nógu sterkir að koma aftur eftir að vera 3-0 undir.
- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 2 - Víkingur 1.
Staðan í hálfleik: 0-0
Gangur leiksins: 0-1, 1-1, 2-1.
Maður leiksins: Arnþór Ari.
Mörk: Arnþór Ari 2.
Vallaraðstæður: Mjög góðar.
Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Danni I og Úlli bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stebbi og Jóel á köntunum - Arnþór og Nonni á miðjunni - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi + Kormákur.
Almennt um leikinn:
Byrjuðum nokkuð vel, leikurinn var mjög jafn og allt í járnum framan af. Við áttum fín færi og vorum bara óheppnir með að skora ekki. Eymi kom svo með skemmtilega skiptingu í hálfleik. Arnþóri var hent fram og stóð sig með stakri prýði. Hann setti eitt flott mark í byrjun seinni hálfleik. Við áttum svo mörg flott færi í seinni hálfleiknum sem við hefðum mátt nýta mun betur.
Vörnin var að gera góða hluti og lét boltann ganga vel fram völlinn og við fengum skemmtilegt spil inná miðjunni. Margar skemmtilegar stungusendingar komu og í lok leiksins náði enginn annar en Arnþór Ari að nýta eina þannig og tryggja okkur 2-1 sigur í þessum fína leik.
Allir voru að spila vel og við vorum að vinna vel saman. Vantaði kannski aðeins upp á fyrri hálfleikinn en annars var þetta í heildina mjög gott.
- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 6 - Víkingur 6.
Maður leiksins: Guðlaugur Þór.
Mörk: Snæbjörn 2, Flóki, Guðlaugur, Anton Sverrir og Tryggvi.
Vallaraðstæður: Eins og þær gerast bestar í Laugardalnum, mildur blær og sól.
Dómarar: Jón Braga - afar "solid".
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Hreiðar og Gunnar Björn bakverðir- Jónmundur og Tumi miðverðir - Anton Sverrir og Flóki á köntunum - Guðlaugur og Arnar Páll á miðjunni - Anton E og Snæbjörn frammi + Tryggvi.
Almennt um leikinn:
Eins og staðan gefur til kynna þá var þetta mjög skemmtilegur leikur og spiluðu bæði skemmtilegan bolta, þar sem áhersla var lögð á áferðafríðan sóknarleik. Í þessum leik skráðum við okkur á spjöld sögunnar, þar sem við vorum með skemmtilegasta sóknarpar sem sést hefur síðan Robbie Fowler og Michael Owen voru uppá sitt besta.
- ekki meira skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 1.maí 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 4 - Fylkir 4.
Mörk: Tryggvi - ?
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Mikael Páll og Daði Þór bakverðir - Sindri og Anton Helgi miðverðir - Reynir og Daníel Örn á miðjunni - Viðar og Dagur á köntunum - Tryggvi og Davíð Þór frammi + Kristófer og Arianit.
Almennt um leikinn:
- ekkert skrifað um leikinn sökum "slugs"¨!-
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home