Leikir v Breiðablik!
Jó.
Íslandsmótið byrjaði með tveimur leikjum við Breiðablik.
(eins og síðustu fimm ár takk fyrir). Áttum svo innilega að
klára báða leikina, en niðurstaðan var 1 tap og 1 sigur. Samt
klassa leikir. Allt um þá hér:
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 26.maí 2006.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Gervigrasvöllur Laugardal
Þróttur 1 - Breiðablik 3
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3.
Maður leiksins: Jónas.
Mörk: Danni Ben.
Vallaraðstæður: Ekta fótboltaveður - rigning en samt hlýtt.
Dómarar: Jón Braga og Egill T - fínir.
Liðið (4-1-4-1): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Ingimar og Einar Þór miðverðir - Aron Ellert og Bjarmi á köntunum - Bjarki B og Jónas á miðjunni - Árni Freyr og Danni frammi + Símon, Arnþór Ari, Anton, Bjarki Steinn og Ási.
Almennt um leikinn:
Það vantaði bara örlittla heppni og smá trú upp á að við myndum vinna þennan leik. Spiluðum fyrri hálfleikinn massa vel og bjuggum til hvert færið öðru betra. en náðum bara
að setja eitt mark. Við vörðumst einnig afar vel og fengu þeir fá færi.
En síðustu 15 mín þá duttum við niður og breiðabliksmenn gengu á lagið. Það mætti segja að við höfum hætt því eftir að þeir jöfnuðu þá komu tvö önnur mörk og við vissum ekki hvað á okkur stóð veðrið!
Við verðum að vera miklu grimmari og ekki leyfa andstæðingum að komast svona inn í leikinn eftir að við höfðum verið búnir að valta yfir þá í byrjun. Við bárum allt of mikla virðingu fyrir þeim og það má bara hreinlega ekki.
- ekki skrifað meira um leikinn sökum "slugs" -
- - - - -
Dags: Föstudagurinn 26.maí 2006.
Tími: kl.15.00 - 16.15.
Völlur: Gervigrasvöllur Laugardal
Þróttur 4 - Breiðablik 1
Mörk: Anton Sverrir - Flóki - ?
Vallaraðstæður: Ekta fótboltaveður - rigning en samt hlýtt.
Dómarar: Jón Braga og Egill T smá - Snillingar að redda okkur þar sem annar dómari klikkaði.
Liðið (4-1-4-1): Krissi í markinu - Kormákur og Viktor bakverðir - Bjarki Þór og Úlfar miðverðir - Stebbi og Arnar Már á köntunum - Arnar Kári og Jakob Fannar á miðjuni - Gulli og Anton Sverrir frammi + Kristó, Tryggvi, Jóel, Flóki og Ævar Hrafn.
Almennt um leikinn:
- ekkert skrifað um leikinn sökum "slugs" -
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home