Þróttur í samstarfi við spron!
Sælir strákar.
Nýverið undirrituðu SPRON og knattspyrnudeild Þróttar samstarfssamning. Samningurinn miðar að því að efla og styrkja starf knattspyrnudeildarinnar enn frekar. Með samningnum er SPRON orðinn einn stærsti styrktaraði félagsins.
Af því tilefni hefur SPRON látið framleiða sérstakar íþróttatöskur sem eru merktar Þrótti. Taskan er inngöngugjöf fyrir Þróttara sem stofna til viðskipta við SPRON. Töskuna er bæði hægt að nota sem bakpoka og einnig er hægt að renna henni í sundur og stækka hana.
Vakin er sérstök athygli á því að vikuna 29 maí til 2 júní n.k. verður fulltrúi frá SPRON í félagsheimili Þróttar frá kl. 16-18 til að taka við umsóknum og passamyndum fyrir þá sem ekki hafa áður verið með debetkort. Mikilvægt er að foreldri komi með barninu til að undirrita umsókn.
- - - - - hér eru svo fleiri upplýsingar:
9-17 ára
Einn af fjölmörgum þáttum í uppeldi barna er að fræða þau um gildi sparnaðar á áhuga-verðan hátt. Hjá SPRON erum við meðvituð um þetta mikilvægi og leggjum okkur fram við að vekja áhuga barnanna á sparnaði með ýmsum skemmtilegum leiðum.
Hjá SPRON getur unga fólkið stofnað sparnaðarreikning eða sérstakan debetkortareikning, SPRON Snilld. Snilldarkortið er debetkort sem hægt er nota hjá gjaldkerum og í hraðbönkum en einnig í búðum, hafi handhafinn til þess leyfi foreldra.
Við stofnun sparnaðarreiknings eða Snilldarreiknings hjá SPRON fær viðkomandi tösku að gjöf sem merkt er Þrótti. Hægt er að stofna reikning og fá Þróttaratösku í útibúum SPRON Ármúla 13a, eða Lágmúla 6.
-meira-
0 Comments:
Post a Comment
<< Home