Sunday, May 14, 2006

Leikurinn við Víking!

Yes.

Það fór fram einn leikur á ofurþurrum malarvelli Víkings
á laugardaginn. Erum náttúrulega ekki vanir mölinni en
höfum samt gott að spila einn leik á henni blessaðri! En
allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 13.maí 2006.
Tími: kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Víkingsmalarvöllur.

Þróttur 1 - Víkingur 3
Staðan í hálfleik: 0 - 0.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3.

Maður leiksins: Danni I.
Mörk: Tryggvi ( 46 mín).

Vallaraðstæður: Ekki góðar, gróf möl og þurr. Erfitt að sjá línurnar.
Dómarar: Allt í lagi, miðað við að hann var einn. Reyndar dæmdi af okkur tvö mörk.

Liðið (4-4-2) Orri í markinu - Emil Sölvi og Daði Þór bakverðir - Tolli og Sindri miðverðir - Anton Helgi og Mikki á köntunum - Danni og Kristó á miðjunni - Tryggvi og Kommi frammi + Hákon, Ágúst Heiðar, Stefán Karl, Daníel Örn og Dagur.

Almennt um leikinn:

Góður fyrri hálf leikur en ekki jafn góður seinni hálfleikur. Við vorum að ná að láta boltann ganga vel á milli okkar í fyrri hálfleiknum. Miðjan var að skila mjög góðum sendingum upp á framherjana eða fyrir innan varnarlínuna Víkinganna. Það vantaði aðeins upp á það að allir í vörninni héldu sínu hlutverki og línunni.

Í seinni hálfleik byrjuðum við leikinn á fullu og náðum að skora mark sem var dæmt af okkur. Eftir að það mark var dæmt af okkur var eins og öll barátta hirfi úr okkur. Mistök urðu í vörninni sem varð til þess að við fegum á okkur mark eftir að einn Víkinganna slapp í gegn. Fljótlega eftir það mark fengum við annað á okkur, við vorum að svekkja okkur á fyrra markinu og vorum orðnir pirraðir. Það er eitthvað sem við þurfum að passa, við megum ekki vera að svekkja okkur heldur bara halda áfram og hefna fyrir markið.

Þó leikaðstæður hafi verið lélegar er það enginn afsökun fyrir því að við töpuðum þessum leik. Við hefðum átt að skora 3-4 mörk í fyrri hálfleik og jafnvel 2 í seinni hálfleik. Það vantaði alla græðgi og baráttu í liðið, það er eitthvað sem við þurfum að bæta og reyna að ná upp.
Samt sem áður fínn leikur og við vinnum bara næsta.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home