Wednesday, May 24, 2006

Boltasækjarar!

4.flokkur
Knattspyrnufélagið Þróttur
Heimaleikir meistaraflokks Þróttar sumarið 2006!


Í sumar eru 9 heimaleikir hjá meistaraflokki Þróttar. Það verður skyldumæting hjá öllum flokknum á alla þessa leiki. Við munum hittast fyrir leiki og finna okkur svo saman stað í stúkunni - allir í rauðu og svoleiðis! Egill eða Eymi taka á móti flokknum um hálftíma fyrir leik við félagsheimilið og svo er rölt saman á völlinn. Ef menn komast ekki nema rétt fyrir þá láta þeir bara vita af sér þegar inn er komið.

Enfremur mun eldra árið alfarið sjá um að sækja boltana á öllum þessum leikjum, sem nú fara fram á Valbjarnarvellinum (miklu skemmtilegra) – þannig að við höfum skipt öllum niður á leikina þannig að hver leikmaður er boltasækir tvisvar sinnum í sumar – um 8 strákar í hvern leik. Ef einhver kemst ekki á leik þá fær hann bara einhvern fyrir sig. En það verður að vera pottþétt.

Umsjónarmenn verða Bjarmi og Ævar Hrafn og sjá þeir um allir séu klárir í hvern leik (og mæta alltaf alla veganna annar hvor). Einnig mun Egill og Eymi skiptast á að taka á móti öllum niður á velli. Og yfirumsjónarmaðurinn heitir Ásmundur Helgason. Mæting er 45 mínútum fyrir hvern leik í svörtum buxum – og allir fá sérstakan bol til að vera í. Í lok hvers leiks er svo bolnum skilað, og að launum fá menn kók og prins.

Nú allir verða svo að vera vel á tánum og standa sig þegar leikirnir byrja! Það þarf að fylgjast með leiknum og vera fjótir að sækja alla bolta – og reyna að “lúkka”. Þið eigið eftir að standa ykkur vel.

Leikirnir:

· Leikur 1: Fimmtudagurinn 25.maí kl.14.00 Þróttur R. Fjölnir.
Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Arnar Bragi – Aron Ellert – Atli F – Ágúst B.

· Leikur 2: Miðvikudagurinn 31.maí kl.20:00 Þróttur R. Víkingur Ó.
Ástvaldur A - Ásgeir – Bjarki B – Bjarki Steinn – Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð H.

· Leikur 3: Sunnudagurinn 11. júní kl.16:00 Þróttur R. HK.
Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn – Gylfi Björn – Hreiðar Á – Ingimar.

· Leikur 4: Föstudagurinn 28. júní kl.20:00 Þróttur R. Leiknir R.
Jakob Fannar – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar – Pétur Dan – Símon – Snæbjörn.

· Leikur 5: Þriðjudagurinn 9. júlí kl.20:00 Þróttur R. Stjarnan.
Starkaður – Tumi – Viktor - Anton – Arnar Már – Arnar Páll – Arnar Bragi.

· Leikur 6: Þriðjudagurinn 18. júlí kl.20:00 Þróttur R. Haukar.
Aron Ellert – Atli F – Ágúst B - Ástvaldur A - Ásgeir – Bjarki B – Bjarki Steinn.

· Leikur 7: Miðvikudagurinn 2.ágúst kl.20:00 Þróttur R. Þór.
Bjarki Þór – Daníel Ben – Davíð H - Einar Þór – Flóki – Guðlaugur – Gunnar Björn.

· Leikur 8: Föstudagurinn 18. ágúst kl.19:00 Þróttur R. Fram.
Gylfi Björn – Hreiðar Á – Ingimar - Jakob F – Jónas – Jónmundur – Leó – Óskar.

· Leikur 9: Laugardagurinn 9. september kl.14:00 Þróttur R. HK. Pétur Dan – Símon – Snæbjörn - Starkaður – Tumi – Viktor.

3 Comments:

At 11:20 AM, Anonymous Anonymous said...

I don't understand but We invite You to visite our weblog

 
At 1:01 PM, Anonymous Anonymous said...

°hæ hélt að í ferðini átti ekki að vakna snema né æfingar ekkert heldur auka lapp þú stóðst ekki við þitt.

Ps: þú sagðir að við ættum að cilla

 
At 11:28 PM, Anonymous Anonymous said...

það verður chill en það verður bolti. 9 er nánast að sofa út. hættum þessari neikvæðni, plís. þetta verður brill helgi. .is

 

Post a Comment

<< Home