Þrottaradagurinn!
Jojo.
Nú er komið að hinum árlega Þróttardegi félagsins, en hann er núna á morgun, fimmtudaginn 25. maí 2006 kl. 12 – 14.
Nú koma allir Þróttarar og velunnarar saman til að eiga góða stund í Laugardalnum.
Dagskráin hefst kl. 12 og stendur til kl. 14 en þá tekur við fyrsti
heimaleikur hjá meistaraflokki karla sem keppa á móti Fjölni.
Mikill uppgangur er hjá félaginu og enginn má láta þennan dag framhjá sér fara.
Dagskrá:
Knattþrautir (í umsjón eyma), ratleikur, götu körfubolti, hoppukastalar, leiktæki, skemmtibolti, andlitsmálun og fleira.
Kynning á Krullu, Íþróttaskólanum í Laugardal, Bónusmóti Þróttar og Visa Rey Cup.
Aldrei að vita nema köttarar komi saman og þenji raddböndin fyrir leikinn.
LIFI ÞRÓTTUR!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home