Tuesday, May 30, 2006

Grasið!

Leikmenn

Það styttist í að við förum að æfa á grasinu okkar.

En mér barst meil frá þeim sem sjá um grasið og mæli ég
með að við hjálpumst allir að við þetta:

- - - - -

Það er mín beiðni til allra Þróttara svo og annarra velunnara félagsins
að við tökum höndum saman um það að koma í veg fyrir eins og kostur er
að farið sé inn á knattspyrnuvelli félagsins utan skipulagðra æfingatíma
og þegar keppt er á þeim. Vellirnir eru undir gríðarlegu álagi og er það
mikið og vandasamt verkefni að halda þeim í keppnishæfu ástandi út
sumarið.


Vinsamlegast hafið samband við umsjónarmenn félagshúss Þróttar í síma
580 5900 ef þið verðið vör við utanaðkomandi aðila á völlum félagsins
eða við að vinna skemmdarverk á svæðinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home