Leikur v Aftureldingu!
Jó.
Ég held að áhorfendur hafi skemmt sér konunglega í gær þegar við kepptum
við Aftureldingu á heimavelli okkar (sem aldrei fyrr). En 1-2 tap passaði
engan veginn við þennan leik:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 5.mars 2006.
Tími: Kl.17.30 - 19.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - Afturelding 2
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Maður leiksins: Gylfi Björn
Mark: Jónas (34 mín).
Vallaraðstæður: Völlurinn var góður - en sólinn truflaði aðeins. Annars bara nokkuð hlýtt og gott.
Dómarar: Egill T og Kiddi - Góðir en sumir hefðu mátt vera ákveðnari á flautuna!
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Gylfi og Diddi bakverðir - Bjarmi og Jónas miðverðir - Símon og Bjarki Steinn á köntunum - Bjarki B og Ingimar á miðjunni - Ási og Árni Freyr frammi + Anton, Bjarki Þór og Arnar Kári.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Eins og ég sagði þá var þetta massa skemmtilegur leikur - sérstaklega seinni hálfleikurinn. Við fengum fullt af "sjensum" og vorum hraðir upp völlinn - en náðum sjaldan að senda nógu vandaða sendingu inn fyrir eða enda með nógu góðu skoti.
Í fyrri hálfleik vönduðum við sendingarnar ekki nógu vel - í staðinn fyrir að senda á næsta mann reyndum við of erfiða sendingu sem þeir komust inn í.
Vörnin var afar traust - þeir fengu varla færi í fyrri hálfleik. Mörkin þeirra voru bæði eftir að við misstum boltann á versta stað: rétt fyrir utan vítateig. Það var ekkert að gerast hjá Aftureldingu í fyrri hálfleik og hefðu þeir aldrei átt að komast inn í leikinn.
Í lokinn varð maður nánast þreyttur á að horfa á leikinn, svo mikill var hraðinn. Bæði lið vildu náttúrulega setja lokamarkið og gerði þetta það að verkum að einbeitingin varð ekki nógu mikil og menn vönduðu sig ekki nóg. Trekk í trekk fengum við menn á siglingu en það vantaði herslumuninn að fá boltann út á kant og svo fyrirgjöf eða sendingu.
Það vantaði eitthvað af mannskap, einnig meiddust menn - en ég var samt frekar ánægður með liðið - nánast allir voru á fullu allann leikinn - sumir spiluðu hann líka allann. Talandinn var góður - menn hvöttu hvorn áfram hægri vinstri. og engin að væla eða röfla (það gerist reyndar aldrei hjá okkur).
Grátum þetta ekki lengur - 1 æfingaleikur eftir og svo er að RVK mótið.
- - - - -
3 Comments:
djöfull er ási í nettri peysu!
ekki alveg að botna þessa setningu " En 1-2 voru passaði
engan veginn við þennan leik:"
búinn að laga - takk fyrir athugasemdina.
Post a Comment
<< Home