Thursday, March 16, 2006

Heyja!

Heyjda.

Það var fín mæting í hlaupið í gær hjá yngra árinu. Tókum massa
fínan hring þótt ég segi sjálfur frá - menn tóku vel á því - svo
góður pottur (var reyndar algjörlega á hælunum á mfl æfingu).

Vona svo að menn hafi svo tekið tveggja fóta á bróður minn á eldra
árs æfingu! en mætingin þar ekki alveg nógu góð (fermingarfræðslan
kannski ástæðan).

En það er frí í dag, fimmtudag. Kallinn að fara á skyndihjálpanámskeið.
allt gott um það að segja. en mæli með að menn kíki út í bolta í þessu netta
veðri.

Á morgun, föstudag, æfum við allir saman kl.14.30-16.00 - á gervigrasin - og kíkjum svo allir
upp í Egilshöll um kvöldið að sjá mfl keppa við Breiðablik kl.19.00. Ekkert rugl - menn láta sjá sig!!

Eldra árið fær planið með æfingaferðinni um helgina á morgun (Farið kl.13.00 á laug). og væntanlega helgarfrí hjá yngra árinu.

Sjáumst hressir á morgun,
Ingvi og co.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home