Tuesday, March 21, 2006

Ferðin!

Heyja.

Eins og sagði þá heppnaðist ferðins snilldarlega um síðustu helgi.
Það fóru 19 strákar, 3 voru veikir og 6 komust alls ekki. En þetta
var bara nettur fjöldi, ásamt strákunum voru þjálfararnir 3 (kiddi sat
eftir heima).

Dagskráin var frekar pökkuð, við tókum fullt af æfingum og tókum vel
á því. Gervigrasið þeirra var klikkað og innanhúshöllin töff. Veðrið var
bilað um helgina þannig að við nýttum útivöllinn meira. Maturinn góður
og nammið ódýrt!

Langó liðið tapaði naumlega fyrir öðrum minni skólum (laugó, vogó, seljó).
Algjör skandall!!

Við tókum fullt af keppnum og veittum fullt af verðlaunum:

- Flóki átti lengsta innkastið.
- Bjarmi vann snuddukeppnina.
- Jakob vann teygjukeppnina.
- Flóki tók líka steinn-skæri-blað-leikinn.
- Aron Ellert hélt oftast á lofti með hakkisakk.
- Bjarmi vann líka hittnikeppnina.
- Arnar Páll og Jónas unnu vítaspyrnukeppnina (þrátt fyrir svaðaleg tilþrif markvarðar).
- Jakob Fannar og Arnar Páll urðu skýlukóngar.
- Atli Freyr og Bjarki B unnu pakk-keppnina.
- Aron Ellert tók líka flottustu hjólhestaspyrnuna.
- Aron var líka markahæstur í spilinu (ásamt atla f og bjarka þ).
- Flóki átti flottustu tæklinguna í spilinu.
- Danni Ben tók flesta klobbana (klobbaði hina leikmennina - veit að þið héldum hitt).
- Og að lokum þá vann Ingvi keppnina "Sterkasti þjálfarinn"!

Ég veit - fór á hausinn út af verðlaunakostnaði!

En massa helgi - gott að vera í þorlákshöfn.
Vona að menn hafi verið sáttir.
og svo bara eins helgi eftir nokkra daga takk.

.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home