Friday, March 31, 2006

Friday!

Sælir.

Eins og allir vita þá var frí í gær. og ég veit að þetta er
gömul lumma en við förum að byrja á auka/sér æfingum.

Vonast til að klára Fylkisleikina fyrir leiki morgundagsins
en við eigum fjóra leiki á morgun, laugardag; 3 við Fjölni á
heimavelli og 1 við Fylki á útivelli.

En allt um það á æfingunni í dag, föstudag:

Kl.14.30 - 16.00 á gervigrasinu. afar mikilvægt að menn mæti
(og láti vita ef þeir komast ekki). Megum alls ekki lenda í veseni
með mannskap í leikina á morgun.

Við munum taka innbyrðisleik, 11 v 11 á öllu gervigrasinu. þannig að
einhverjir verða á tennisvellinum.

Egill T þarf að detta í endajaxlatöku, sem er by the way ekki það skemmtilegasta
í heimi! Þannig að hann er löglega afsakaður í dag.

Kiddi á afmæli í dag. JAMM, 17 ára kvikindi. Sem þýðir að ég get lagt bílnum mínum
og bjallaði í kidda whenever! hann hlýtur svo að mæta með ekvað gúff í dag!

Að lokum minni ég á Þróttur v Grindavík í kvöld kl.19.00 upp í Egilshöll. Nú hljóta
menn að láta sjá sig. orðið soldið þreytt að beila alltaf.

Sjáumst í dag.
Ingvi og co.

4 Comments:

At 2:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Kemst ekki á æfinguna, allar íþróttabuxurnar eru í þvottavélinni :(

 
At 2:23 PM, Anonymous Anonymous said...

gylfi, þetta er síðasta æfing fyrir leik. reddar maður sér ekki einhvern veginn?? færð buxur frá bróður þínum eða félaga!! þú reynir! .is

 
At 6:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Hiklaust lélegasta afsökun sem ég hef séð/heyrt, síðan 1995, þegar Guðjón Þór Ólafsson (strákur sem æfði með mér) sagði þau ógleymanlegu orð "Afsakið hvað ég er seinn, mamma var í baði!"

Gylfi, þú ert í 70 manna flokk, það getur alltaf einhver reddað þér með því að lána þér !

Hlustiggi á sonna buggl! :)

 
At 7:58 PM, Anonymous Anonymous said...

haha:D flottur gylfi:D

 

Post a Comment

<< Home