Æfingaferðir!
Foreldrar / forráðamenn drengja í 4. flokki Þróttar
Æfingaferð til Þorlákshafnar!
Við höfum ákveðið að skella okkur í æfingaferðir til Þorlákshafnar nú í mars. Við munum fara í sitt hvoru lagi að þessu sinni, þ.e. yngra árið fer saman og eldra árið fer saman. En í byrjun sumars er svo ætlunin að flokkurinn fari allur saman í ferð, í eina eða tvær nætur! En planið er svona:
Δ Eldra árið mun fara helgina 18 – 19.mars.
og
Δ Yngra árið mun fara helgina 25 – 26.mars.
Lagt verður af stað um hádegið á laugardegi og komið aftur seinnipart sunnudags. Til að halda kostnaði niðri munum við reyna að fá fólk til að “skutlast” eina (eða báðar) ferð austur. Enn er ekki alveg ljóst hver heildarkostnaðurinn verður (ca. 3.000kr).
Þeir sem ætla að fara eru beðnir um að skrá sig og skila skráningarmiðanum hér fyrir neðan í síðasta lagi um næstu helgi (fös.11.mars eða sun. 12.mars). Ekki klikka á því. En auðvitað er bara best að skila miðanum sem fyrst :-) Þeir sem geta flutt drengi til og frá Þorlákshöfn mega endilega skrá sig líka.
Dagskrá helgarinnar er í vinnslu. Á staðnum er íþróttahús, gervigrasvöllur, sundlaug ofl. Það er ljóst að þetta verður alveg massa helgi!
- - - - -
Nafn drengs:______________________________ Símanúmer: _______________
Undirskrift forráðamanns:_____________________________________________
Foreldrar sem geta keyrt:____________________________ Símanúmer: ___________
Get ekið með drengi til Þorlákshafnar ______ - Hef pláss fyrir ________ stráka.
Get náð í drengi drengi til Þorlákshafnar_____ - Hef pláss fyrir ________ stráka.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home