Leikir við Fylki!
Jamm.
Þar með er Reykjavíkurmótið byrjað. Hófst nú ekki
vel hjá okkur - margir leikmenn veikir og einhver hreyfing
á liðum á leikdag. En sáum samt margt gott sem við komum
bara til með að byggja á. Skoruðum alls 4 flott mörk í dag og sköpuðum
okkur fullt af færum. En allt um leikina hér:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.10.00 - 11.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - Fylkir 6
Staðan í hálfleik: 0 - 3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 1-4, 1-5, 1-6.
Maður leiksins: Daníel Ben.
Mark: Daníel Ben (43 mín).
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Egill T og Kiddi - góðir.
Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Arnþór og Símon bakverðir - Aron og Diddi miðverðir - Ási og Gylfi á miðjunni - Bjarki Þór og Gulli á köntunum - Danni (fyrirliði) og Árni frammi + Viktor og Snæbjörn.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Fyrstu mínúturnar voru í fínu lagi hjá okkur - þrátt fyrir basl að manna liðið og fá alla 11 til að byrja á réttum tíma! En Fylkismenn voru á undan að skora og má segja að frá þeirri mínútu sem þeir skora, þá hætti eitthvað hjá okkur (loðir soldið við okkur!)
Við fáum á okkur 3 mörk í fyrri hálfleik, sem er bara allt of mikið og gerði framhaldið ansi erfitt. 1 mark eftir skot utan af velli (misstum boltann illa) og 1 eftir að við misstum sóknarmann hjá fylki innfyrir okkur (líka eftir að hafa misst boltann illa).
En við vöknuðum aðeins við markið hjá Danna, sem var náttúrulega massa flott. Spiluðum bara vel á köflum og hefði verið snilld að bæta við öðru marki. En það vantaði samt að allir í liðinu væru á þeim buxunum, þ.e. að virkilega djöflast á 110% og setja á þá með krafti.
En það vantaði verulega í liðið hjá okkur - og það er ekki vænlegt til árangurs að vera 10 leikmenn nokkrum mínútum fyrir kickoff. Veikindi settu náttúrulega þann svip á leikinn.
Þannig að við bíðum bara þanngað til í næsta leik að sanna okkur. Er þaggi?
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.11.20 - 12.35.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 2 - Fylkir 5
Staðan í hálfleik: 0-3.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 1-4, 2-4, 2-5.
Maður leiksins: Einar Þór.
Mark: Anton Sverrir (43 mín) - Bjarki Steinn (53 mín).
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Kiddi og Egill B - nokkuð traustir.
Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu -Daði og Úlli bakverðir - Viktor og Arnar Kári miðverðir - Stefán Tómas og Kormákur á köntunum - Jón Kristinn, Atli Freyr (fyrirliði) og Einar Þór á miðjunni - Bjarki Steinn einn frammi + Kristján Orri og Anton Sverrir.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Það vantaði meiri kraft í byrjun leiksins og vilja til að vera á undan að skora. úrslitin gefa það kannski til kynna að við höfum verið mun lakari aðilinn en svo var alls ekki.
Þetta var frekar týpískur leikur fyrir okkur - hitt liðið á undan að skora og það snemma í leiknum. Fáum svo á okkur mark nr.2 og við það dettur svolítið botnin úr okkar leik. En náum samt að setja mark á þá í byrjun seinni hálfleiks og koma okkur aðeins inn í leikinn.
Hefðum átt að vinna miðjuna betur með 3 menn á miðmiðjunni, en þegar við höfum spilað með þetta kerfi á miðjunni þá höfum við í raun aldrei náð að klára það dæmi. Þurfum að fara betur í skipulagið í sambandi við það.
Það vantar líka betra skipulag fram á við. og aðallega að menn hreyfi sig betur og vilja fá boltann. algjörlega gömul lumma sem við erum endalaust að tönglast á.
En fín mörk sem við skoruðum - vantaði bara aðeins upp á agann og grimmdina í vörnina.
en það kemur.
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 25.mars 2006.
Tími: Kl.12.40 - 13.55.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - Fylkir 2
Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2.
Maður leiksins: Starkaður.
Mark: Flóki (45 mín).
Vallaraðstæður: Það var frekar kalt úti og grasið þurrt en slapp svo sem alveg.
Dómarar: Ingvi og Egill B - besta parið í dag!
Liðið (4-4-2): Kristó í markinu - Þorleifur og Anton Helgi bakverðir - Gunnar Björn (fyrirliði) og Jónmundur miðverðir - Jóel og Ágúst Ben á köntunum - Mikael Páll og Starkaður á miðjunni - Flóki og Tryggvi frammi + Daníel I, Davíð Þór og Óskar.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Hefðum þokkalega átt að ná alla veganna jafntefli í þessum leik, ef ekki vinna hann. Við fengum á okkur tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik. Þeir voru með snöggann sóknarmann (sem spilaði b.t.w. leikinn á undann líka) og áttum við í smá erfiðleikum með hann. En vörnin var annars nokkuð traust - hélt línunni prýðilega.
En jamm, vorum sem sé ekki vaknaðir í byrjun en tókum við okkur í kringum hálfleikinn. Við lágum í sókn í seinni hálfleik og vorum virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Þeir sóttu lítið nema kannski alveg í blálokinn.
Við vorum baneitraðir í hornunum og þurfum að nýta þau betur í næstu leikjum.
Annars ánægður með leikinn fyrir utan smá sofandahátt í byrjun. Þetta var bara fyrsti leikurinn og fullt af leikjum eftir.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home