Monday, March 27, 2006

Leikur v Fjölni!

Jebba.

Við unnum góðan sigur á Fjölnismönnum í gærkveldi.
Við vorum eitthvað stressaðir með mannskap í leikinn en
það reddaðist heldur betur - menn greinilega á tánum á
blogginu! En allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 28.mars 2006.
Tími: Kl.18.30 - 20.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 4 - Fjölnir 2
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 3-2, 4-2.

Maður leiksins: Anton Sverrir.
Mark: Anton Sverrir 2 - Jakob Fannar - Krissi.

Vallaraðstæður: Lúmskt kalt en gekk alveg.
Dómarar: 2 frá Fjölni - sluppu ágætlega frá leiknum.

Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Ágúst og Elvar bakverðir - Kristó og Davíð Hafþór miðverðir - Tryggvi og Krissi á köntunum - Arnar Már og Jakob Fannar á miðjunni - Arnar Páll og Anton Sverrir frammi + Stefán Karl, Jóel, Reynir, Emil Sölvi, Kevin Davíð, Daníel Örn, Kristófer H og Gabríel.

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum svo sannarlega vel og náðum að skora tvö mörk á fyrstu mínútunum. Það gefur alveg ferlega mikið. Anton setti þessi tvö mörk eins og skot. Bæði komu eftir snilldarsendingu innfyrir. Vorum tæpir að fá á okkur mark um miðbik fyrrihálfleiks, en vörnin vann vinnu sína vel. Í byrjun seinni hálfleiks setti Jakob flott mark. Þá vorum við orðnir nokkuð öryggir með okkur. En þá byrjuðu Fjölnismenn að sækja á fullu. Fengum á okkur tvö klaufamörk og heppnir að fá ekki á okkur eitt eða tvö enn. Staðan var því 3-2 þegar leikurinn var að klárast, og mikil pressa sem fjölnismenn settu á okkur. En viti menn, innsiglaði þá Krissi sigurinn með glæsilegu marki.

Góður leikur almennt.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home