Sunday, March 05, 2006

Reglur!

Jó.

Rétt að skerpa á nokkrum reglum varðandi leiki:

- Undirbúa sig vel fyrir leiki. Hugsa aðeins um leikinn kvöldið fyrir - ímynda sér markið sem þið ætlið að skora! Ekki sniðugt að vera alveg á milljón til 22.00 kvöldið fyrir.
- Passa sérstaklega að mæta á réttum tíma á leikdag. Leggja tímanlega af stað! Smessa ef þið verðið mjög seinir.
- Mæta með dótið (ekki í dótinu) í tösku (ekki plastpoka).
- Mæta í gallabuxum eða svipuðum buxum (sem sagt í aðeins fínni buxum).
- Mæta með galla til að hita upp í (helst gamla eða nýja þróttarajakkann - ef allt klikkar mæta þá í einhverju rauðu).
- Fara í sturtu eftir leik. Ef menn eru á hraðferð eða eitthvað svoleiðis, ekki málið - bara láta vita og málið er dautt. Ekki labba bara í burtu og alls ekki í gallabuxunum sem þið komuð í.
- Fara vel um klefann sem við notuðum. Henda rusli (svalafernum) og ganga almennt vel um.
- "Stúdera" leikinn! "Hvernig stóð ég mig"! Kíkja á bloggið eða ræða um leikinn við einhvern sem sá hann. Koma með pælingar á næstu æfingu.

Ok sör.
Prenta þetta inn því svona verður þetta!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home