Sunday, March 05, 2006

Leikur v Aftureldingu!

Jó.

Úrslitin voru góð í sólinni í dag - klassa mörk, clean sheet
og fínn sigur:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 6.mars 2006.
Tími: Kl.14.30 - 16.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 6 - Afturelding 0.
Staðan í hálfleik:
4 - 0.

Maður leiksins: Ævar Hrafn.
Mark: Ævar Hrafn (15 mín - 28 mín). Tumi (26 mín - 31 mín). Tryggvi (36 mín). Arnþór Ari (64 mín).


Vallaraðstæður: Sólin var svipuð og í gær en aðeins kaldara en í gær. Samt klassa boltaveður.
Dómarar: Egill T, Kiddi og svo Ingvi (sem rípleisaði Egil). Ekki eitt klikk í leiknum!


Liðið (4-4-2): Kristófer í markinu - Starki og Nonni bakverðir - Jakob Fannar og Arnþór miðverðir - Kormákur og Stefán Tómas á köntunum - Aron Ellert og Atli Freyr á miðjunni - Ævar og Gulli frammi + Krissi, Tryggvi, Kristófer, Ágúst Ben og Tumi.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við töluðum um að byrja af krafti fyrstu 20 mínúturnar og ná að skora á undan. Það tókst og gott betur. Náðum góðri forystu og héldum henni alveg út. Afturelding átti kannski 1-2 færi í fyrri hálfleik - annars vorum við afar þéttir og náðum að komast inn í allt sem þeir gerðu.

Mörkin okkar komu eftir klassa spil - við sóttum hart á þá, vorum ákveðnir og kláruðum líka leikinn með 4 mörkum í fyrri hálfleik.

Við bættum svo fimmta markinu við strax í byrjun seinni hálfleiks, en eftir það kom smá kafli þar sem við slökuðum á og hleyptum þeim aðeins inn í leikinn. Þeir fengu samt engin svaka færi - við vörðumst áfram vel en hefðum mátt halda línunni betur nokkrum sinnum.

Menn tóku annars vel á því - gáfum Aftureldingarmönnum ekkert eftir í tæklingum og návígum.
Hefðum mátt setja fleiri bolta inn fyrir vörnina þeirra og þar með stinga okkur í gegn og ná skoti.

Í heildina flottur leikur, menn geta verið afar sáttir. Og gaman að sjá menn smella saman, sem hafa kannski ekki verið að spila mikið saman. Einn æfingaleikur eftir og svo skellur RVK mótið á.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home