Saturday, February 11, 2006

Leikur v HK!

Jebb.

Seinni leikurinn við HK fór ekki alveg jafn vel og fyrri leikurinn.
Það sem ég var helst ósáttur með var að HK var alla veganna með
3 leikmenn sem spiluðu á föstudaginn líka - og það er óþolandi, sérstaklega
þegar við erum ekki látnir vita. En allt um leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.15 - 17.30.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 0 - HK 5.
Staðan í hálfleik: 0 - 3.


Maður leiksins: Orri.
Mörk:
- - -

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Kiddi og Óskar (já þið heyrðuð það). Massa teymi.


Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Elvar og Emil bakverðir - Sindri og Tolli miðverðir - Kevin og Hákon á köntunum - Reynir og Ingvar á miðjunni - Arianit og Daníel Örn frammi.

Almennt um leikinn:


Leikurinn byrjaði frekar illa, við fengum mark á okkur alveg í byrjun. Eftir markið tókum við okkur aðeins saman í andlitinu og Orri varði eins og berserkur.
Við komum okkur eiginlega ekki í neitt almennilegt færi í öllum leiknum. Allt spil vantaði á miðjunna og framherjar voru ekki að taka nóg þátt. Við fórum í gegnum allann fyrri hálfleikinn hræddir við að spila en þó ákveðnir í að leyfa þeim ekki að skora.
En undir lok fyrri hálfleiks fengum við á okkur tvö mörk á tveim mínútum vegna mistaka í varnarvinnu hjá vörn og miðju.

Í seinni hálfleik voru allir eiginlega búnir á því. Við vorum bara ellefu þannig að enginn skiptimaður var til að skipta inná. Það hafði eitthvað að segja. Við fengum svo á okkur tvö mörk þó að þeir hafi í raun legið í sókninni allan tímann.
Eins og sagði áður þá var leiðinlegt að þeir hafi notað leikmenn sem kepptu á föstudaginn - en við hugsum samt bara um okkur - og hvað við getum lært af þessu. Gerum bara klárlega betur í næsta leik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home