Saturday, February 11, 2006

Leikir v Grindavík!

Heyja.

Grindavík kíkti í heimsókn og tókum við tvo leiki (hálfleika) við þá.
Allt um leikina hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.14.30 - 15.15.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 0 - Grindavík 0.
Staðan í hálfleik:
- - -

Maður leiksins: Gylfi Björn / Jónas.
Mörk:
- - -

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Ingvi og Egill T. Sluppu vel frá essu.


Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Viktor og Símon bakverðir - Jónas og Bjarmi miðverðir - Ingimar og Gylfi aftari miðja - Bjarki Þór vinstri miðja - Bjarki B miðmiðja - Daníel Ben frammi + Bjarki Steinn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:


Við vorum með boltann svona 70% af leiknum eða meira - en náðum að gera sáralítið fram á við! Vörnin var afar þétt og örugg og man ég ekki eftir góðu færi hjá Grindavík í leiknum.

Enn og aftur klikkaði ég kannski á uppstillingunni - þetta kerfi sem við byrjuðum með hentaði ekki, sérstaklega þar sem við áttum leikinn og þurftum engan veginn fleiri menn tilbaka.

Náðum samt að búa okkur til nokkur færi en án árangurs. Bjarki Steinn átti besta færi leiksins en markamaður grindavíkur náði á einhvern fáránlegan hátt að verja. Hornin okkar í leiknum voru klikkuð - Ingimar greinilega búinn að "stúdera" beckham - og afar svekkjandi að ná ekki að klára eftir þau.

Mér fannst ekki allir leikmenn vera á fullu og vantaði oft sprengikraft í okkur. Einnig vantaði hlaup án bolta - þurfa ekki endilega að enda með sendingu á ykkur - heldur losar það fyrir önnur hlaup sem geta nýtt okkur.

Náttúrulege ekki fullur leiktími - en samt hefði ég (og auðvitað þið líka) fá 1 mark til að klára.

En það sem ég var virkilega svekktur með var að menn biðu ekki rólegir eftir mér inn í klefa eftir leik. Þetta var kannski 15-17 mínútur "topps" - hefðuð t.d. getað skroppið í sturtu eins og á að gera eftir leiki!!! Man t.d. ekki eftir því að þetta hafi gerst áður, þetta var sérstakt tilfelli þar sem ég, egill og egill þurftum að fara á fund - EN ræðum þetta á mánudagsæfingunni.

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 11.febrúar 2006.
Tími: Kl.15.15 - 16.00.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 1 - Grindavík 0.
Staðan í hálfleik:
- - -

Maður leiksins: Jakob Fannar.
Mörk: Flóki (10 mín).

Vallaraðstæður: Eins og best verður á kosið.
Dómarar: Kiddi + Oddur og Matti á línunni. Afar pró!

Liðið (4-4-2): Snæbjörn í markinu - Davíð Hafþór og Jónmundur bakverðir - Jakob og Símon miðverðir - Arnar Már og Ágúst Ben aftari miðja - Arnar Páll hægri miðja - Gulli miðmiðja - Óskar vinstri miðja - Flóki frammi + Davíð B.

Almennt um leikinn:


Eitt mark dugði til að klára dæmið - Fínn sigur en leikurinn byrjaði rólega, við vorum samt mun betri aðilinn í leiknum og höfðum yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Snemma í leiknum skoraði Flóki með snyrtilegu skoti framhjá markmanni Grindvíkinganna.

Við gáfum örlítið eftir rétt eftir markið en engin hætta skapaðist vegna góðrar varnarvinnu og markvörslu hjá Snæbirni - sem hafði þó lítið að gera í leiknum.

En þegar korter var u.þ.b. eftir fengum við mjög góð færi sem við hefðum alveg mátt nýta. En leikurinn endaði með sigri okkar sem var mjög gott - Bara nokkuð góður leikur hjá öllum í liðinu.

- - - - -

1 Comments:

At 1:15 PM, Anonymous Anonymous said...

Þú mátt kannski taka það fram að ég gaf glæsilega vippusendingu á Flóka og hefði ég ekki gert það hefði þetta mark aldrei litið dagsins ljós !

kv..Arnar Páll Rúnarsson

 

Post a Comment

<< Home