Thursday, February 23, 2006

Vetrarhátíð!

Hey

Um helgina er svokölluð Vetrarhátíð í hverfinu - og bara um allan bæ held ég.

En við mælum með að þið stormið niður í Laugardalinn um helgina, sérstaklega á sunnudaginn og takið alla fjölskylduna með sér.

Hérna er dagskráin:

Föstudagur 24. febrúar

Skautahöllin í Laugardal:
Kl.20:15 – 23:00 Krulla(Curling) fyrir almenning
Í tilefni nýstofnaðrar Krulludeildar Þróttar verður almenningi boðið upp á kynningu á þessari nýju íþróttagrein hér í Reykjavík. Kynninginn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt sem allir geta tekið þátt í frá 12 ára aldri.

Sunnudagur 26. febrúar

Kl. 12:00 Kaffiveitingar í Félagshúsi Þróttar í Laugardal
-17:00 Kaffiveitingar verða fyrir almenning í Félagshúsi Þróttar við Gervigrasið í Laugardal.

12 – 17 Ratleikur ÍBR, ein stöð ratleiksins fer í gegn um Félagshús Þróttar ásamt gervigrasinu að hluta.

12:45 – Sipp leikir í Laugardal, Gestir og gangandi verða kvattir til að prófa gamla sipp leiki, sbr. Mamma segir, snú-snú o.fl.

Kl. 13:45 Vetrarhátíðar kappleikur í knattspyrnu
Keppni fer fram milli meistaraflokka Þróttar í karla og kvenna bolta. Keppt verðuð með óhefðbundnu sniði þ.e. einstaklingum úr þessum flokkum verður blandað saman með sérstöku fyrirkomulagi og verður þar ekkert gefið eftir. Atburðurinn fer fram á Gervigrasvellinum í Laugarsdal.

Kl. 14:45 Knattþrautir fyrir almenning
Gestum og gangandi verður boðið að reyna getu sína í knattspyrnuþrautum. Atburðurinn fer fram á Gervigrasvellinum í Laugarsdal. (þessu munu aglarnir eflaust stjórna :-) og eflaust kiddi líka.

Kl. 16:00 Krullukynning (Curling)í máli og myndum
Í samkomusal Félagshúsi Þróttar í Laugardal verður þessi nýja íþróttagrein Reykvíkinga kynnt í máli og myndum.

Kl. 14:00 - Tae Kwon Do
15:00 Á neðstu hæð Félagshúss Þróttar verður kynning á þessari skemmtulegu bardaga og sjálfsvarnar íþrótt, opið inn á almenna æfingu.

Kl. 15:00 Judo
- 16:00 Á neðstu hæð Félagshúss Þróttar verður kynning á þessari skemmtulegu bardaga og sjálfsvarnar íþrótt, opið inn á almenna æfingu.

Kl. 14:00 Glíma hin fornfræga þjóðar íþrótt
Í samkomusal Félagshúsi Þróttar í Laugardal verður þessi þjóðkunna þjóðaríþrótt Íslendinga kynnt bæði í verki og með myndrænum hætti. Öllum opið.

Kl. 15:00 Tennis fyrir almenning
– 17:00 Öllum gefst tækifæri til að taka þátt og kynnast tennisíþróttinni af eigin raun. Fer fram á upphituðum Tennisvelli Þróttar í Laugadal.

Kl. 12:00
- 15:00 Fimleikadeild Ármanns opið hús
Fimleikadeild Ármanns verður með opið hús í Sóltúni 16 fyrir börn og unglinga. Öllum verður gefin kostur á að reyna sig á áhöldum fimleikadeildar og kynnast íþróttinni af eigin raun með tilsögn.

Aðgangur að öllum dagskrárliðum
Ármanns og Þróttar eru ókeypis!

4 Comments:

At 10:14 AM, Anonymous Anonymous said...

Hey Ingvi kemst ekki í dag og ekki á sunnudaginn
kv Hreiðar

 
At 11:50 AM, Anonymous Anonymous said...

Verdur ekkert á laugardaginn?:)

kv. Ævar

 
At 1:20 PM, Anonymous Anonymous said...

það má alveg byrja á því að skrifa um hk leikina sko

 
At 4:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Aetlid tid ad skrifa um HK leikina??????

 

Post a Comment

<< Home