Helgin!
Sælir strákar
Sorrý hvað þetta kemur seint (eitthvað vesen með bloggserverinn (ef þið trúið því)).
skrifað kl.12.30!!
En helgin verður eitthvað breytt sökum æfingaleikja.
Liðin verða ekki tilkynnt hér, heldur verða menn að mæta til að fá að keppa!
En planið lítur svona út:
Föstudagurinn 10.febrúar:
- Allir á yngra ári mæta kl.14.30 eins og vanalega. 1 hópur keppir við HK kl.15.00-16.00 og 1 hópur æfir á tennisvellinum kl.14.45-15.45.
- Eldra árið mætir kl.16.00 á æfingu, niður í Þrótt - mæta með hlaupa og/eða gervigrasskó. (Ekki í takkaskóm). Það verður eitthvað um hlaup í dalnum, en auk þess reynum við að fá smá blett á gervigrasinu.
Laugardagurinn 11.febrúar:
- Eldra árið mætir kl.13.45 niður í Þrótt og keppir við Grindavík kl.14.30 - 16.15. Þeir sem ekki mæta á fös og láta ekki vita af sér keppa ekki.
- Sá yngra árs hópur sem ekki keppti á fös mætir í dag kl.15.30 niður í Þrótt og keppir kl.16.15 - 17.30 við HK. Frí hjá öðrum á yngra ári.
- Allir ætla að láta sjá sig upp í Egilshöll um kl.17.00 að horfa á mfl keppa á móti Víking!
Sunnudagurinn 12.febrúar:
- Æfing kl.11.30 á gervigrasinu hjá leikmönnum á yngra ári sem kepptu á föstudaginn og voru í fríi í gær, laug.
- Frí, eða frjáls mæting hjá öllum öðrum leikmönnum, á yngra og eldra ári.
- - - - -
Vona að alla sé klárt - annars bara bjalla.
kv,
ingvi (869-8228) og co.
1 Comments:
Komst ekki á æfingu vegna veikinda.
Kveðja,
Óskar.
Post a Comment
<< Home