Saturday, February 04, 2006

Leikur v Fram!

Jebba.

Seinni leikurinn við Fram var nú í morgun. Klassa leikur og langt síðan
maður hefur verið svona ánægður eftir leik. Meira af þessu takk:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 4.febrúar 2006.
Tími: Kl.09.00 - 10.30.
Völlur: Gervigrasvöllur Fram

Þróttur 5 - Fram 3
Staðan í hálfleik: 3 - 1.

Maður leiksins: Danni Ben
Mörk: Danni Ben (4 mín og 28 mín) - Árni Freyr (37 mín og 57 mín) - sjálfsmark (7 mín).

Vallaraðstæður: Geggjað veður - frekar heitt úti og ekkert rok - völlurinn hefði ekki getað verið betri.
Dómarar: Frammarapabbi - stóð sig bara prýðilega.

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Símon og Diddi bakverðir - Bjarmi og Jónas miðverðir - Stebbi og Aron Ellert á köntunum - Bjarki B og Ingimar á miðjunni - Danni Ben og Árni Freyr frammi + Jakob Fannar og Snæbjörn Valur.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Í heildina klassa sigur - skoruðum fljótlega eftir að Danni prjónaði sig þvílíkt í gegn - og komust svo í 2-0 eftir hættulegt horn. Og að komast svona yfir og ná yfirhöndinni er massa mikilvægt.

Héldum þeim vel tilbaka og fengu þeir stöku sinnum að komast yfir á okkar vallarhelming. Vörðumst vel, fínt tal og fín færsla.

Pössuðum vel þeirra hættulegustu menn en hefðum átt að hreinsa boltanum betur frá - hann barst of oft til frammara rétt fyrir utan teiginn.

Ingimar var með þvílík snilldarhorn - eitthvað sem við þurfum að nýta vel í næstu leikjum. Anton og Snæbjörn áttu góðan dag í markinu - fyrsta mark Frammara var "pjúra" rangstaða - en mér fannst við átt að gera betur í hinum tveimur mörkunum; hreinsa betur og svo misstum við sjónar á besta manni Frammara og hann skorað i með góðu skoti rétt um vítateigslínuna.

Við fengum fleiri færi í seinni hálfleik - en náðum ekki að nýta þau öll. Það vantaði aðeins að kantmenn sendu boltann inn fyrir vörnina (eins og við gerðum á æfingunni í gær) - en við æfum það bara áfram.
En Árni kláraði sín færi vel og kom okkur aftur vel yfir. En við slökuðum kannski aðeins á - en samt fannst mér engin hætta á að við unnum öruggann sigur.

Ánægður með ykkur - vel tekið á því - vantaði náttúrulega einhverja leikmenn og vorum við bara með einn skiptimann úti. En klassa sigur. Góða helgi og núna mæta allir í egilshöllina!

- - - - -

2 Comments:

At 7:23 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey Ingvi er æfing á morgun(Sunnudag) hjá þeim sem voru að keppa æi dag(laugardag)
kv.Jónas

 
At 10:08 AM, Anonymous Anonymous said...

neip - þið slakið bara á! kíkið í pottinn eða eitthvað! .is

 

Post a Comment

<< Home