Saturday, February 11, 2006

Leikur v HK!

Heyja.

Já við skelltum snögglega á leik í gær - undirbúningurinn
hefði mátt vera betri - en kom ekki að sök. klassa leikur og
klassa sigur:

- - - - -

Dags: Föstudagurinn 10.febrúar 2006.
Tími: Kl.15.00 - 16.00.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal

Þróttur 4 - HK 0.
Staðan í hálfleik: 3 - 0.

Menn leiksins: Árni Freyr / Kristján Einar.
Mörk: Árni Freyr (11 mín og 40 mín) - Stefán Tómas (15 mín) - Arnþór Ari (23 mín).

Vallaraðstæður: Topp veður - frekar hlýtt og völlurinn prýðilegur.
Dómarar: Ingvi og Kiddi. Outstanding!

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Úlli og Daði bakverðir - Diddi og Arnar Kári miðverðir - Stefán og Jóel á kantinum - Gummi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Kormákur frammi + Tryggvi, Kristófer, Mikael Páll, Jón Kristinn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Við byrjuðum leikinn vel - Vorum afar öruggir í vörninni - töluðum vel og vorum þéttir. Þeir fengu kannski tvö færi í fyrri hálfleik. Lásum leikinn líka vel og héldum línu. Héldum þeirra besta manni alveg niðri og kom lítið út úr honum.

Náðum oft að spila boltanum út á kantana, sérstaklega vinstra megin - og komu alla veganna 4 fyrirgjafir þaðan í fyrri.

Hornin hefðu mátt vera betri en það var kannski smá rok sem truflaði okkur.

En þið funduð það hve gott það er að byrja vel - setja mark á undan og halda svo áfram að sækja á fullu. Og það hjálpar líka til þegar allir í liðinu ætla virkilega að klára dæmið.

Það vantaði kannski aðeins að miðjumenn sóttu boltann meira niður - og þaðan áfram upp völlinn, eða bara aftur á vörnina.

Ágætis tal, sérstaklega frá vörninni. Nokkrir leikmenn mega alveg bæta þetta.

Annars var þetta bara flottur leikur - margir áttu alveg klassa leik - og vill maður helst spila næsta leik sem allra fyrst!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home