Tuesday, February 28, 2006

Góða kvöldið...það er Eymi sem bloggar!

Já börnin góð það held ég. Ingvi Sveins hringdi í mig frá Rússlandi og virtist hress, kvaðst vera búinn að næla sér í eina rússneska kellingu, Svetlana á hún víst að heita og er gömul kempa úr kúluvapinu. Þau eru búinn að festa ráð sitt og eru búinn að fjárfesta í húsi einhversstaðar nærri Vladipavlosk. Nú þar sem þau eyddu öllu sparifénu í húsið áttu þau ekki efni á bíl, þannig að hjónakorninn splæstu í þennan forláta asna til að hjálpa þeim að komast á milli staða.

Allavega...hann bað mig um að skila til ykkar að á morgun, miðvikudag (og jafnframt öskudag) eru æfingar á eftirtöldum tímum, fyrir eftirtalda hópa á eftirfarandi stöðum!

Eldra ár:
Spurning: Hvar er æfingin?
Svar: Á Tennisvellinum

Spurning: Hvenar er æfingin?
Svar: Frá klukkan fimmtánhundruð til sextánhundruð (fyrir þá sem ekki kunna hermál: 15:00-16:00)

Yngra ár:
Spurning: Hvar er æfingin?
Svar: Á Gervigrasinu

Spurning: Hvenar er æfingin?
Svar: Frá klukkan sextánhundruðogþrjátíu til átjánhundruð (fyrir þá sem ekki kunna hermál 16:30-18:00)


Nú eins og allir vita, þá er öskudagur á morgun, og því verða verðlaun veitt fyrir besta búningin, Ingvi sagðist vera búinn að kaupa alveg mögnuð verðlaun. Hann sagði að þau væru allt í senn: Alrússnesk, bráðfyndin og jafnframt afar sjokkerandi.

Að lokum vil ég svo biðjast forláts á hversu seint þessi tilkynning berst hingað á bloggið...en það er nú bara þannig að það þarf ansi langa símalínu til að ná frá St. Pétursborg hingað í Breiðholtið...en jæja...takk fyrir mig...og sjáumst

P.S. Ef einhverjir komast á ekki á aðrahvora æfinguna er sjálfsagt að fá að mæta á hina. Láta þetta svo berast



4 Comments:

At 11:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Eymi ég held að þetta sé kannski þín kona frekar en ingva því hann er að dunda sér með annari mömmu þinni


Sjáumst

 
At 2:18 PM, Anonymous Anonymous said...

Eigum við bara að koma í búning á æfingu.

 
At 5:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Kommmon! sorrý´sá þetta alltof seint var búin að gra mig reddý á innanhús..!kem á föst. bææj
-Antoon

 
At 6:25 PM, Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHAHAHAH

 

Post a Comment

<< Home